Samdráttur í veiðum ígulkers heldur áfram 2018

Greining |15.8.2020 | Facts of Seafood | Ígulker, Sea urchin.

Heimsafli ígulkers var árið 2018 58.000 tonn, sem er 2.500 tonnum minni veiði en 2017. Minni veiði var í Japan, Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó á með hún jókst í Síle og Perú. Stöðugur samdráttur í veiðum hefur verið frá 1996 þegar afli náði 109.000 tonum. Stærstu veiðiþjóðir eru Síle, sem er langstærst, en þar á eftir kemur Rússland, Japan og Kanada. Ísland er í áttunda sæti með 378 tonn, sem er mestur afli sem veiðst hefur við landið.

Nokkrar tegundir ígulkers eru veiddar, mest af Chilean sea urchin og Sea urchin nei, aðrar tegundir eru Stony sea urchin og svo European edible sea urchin, sem veiðist við Ísland. Markaðir líta ekki á allar tegundir eins, og ólíkir markaðir fyrir hverja og eina tegund.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir veiðar frá 2005 til 2018. https://factsofseafood.com/?attachment_id=616

Mikil aukning í veiðum á sæbjúgum 2018 þrátt fyrir engan afla í Japan.

Greining | 14.8.2020 | Facts of Seafood | Sæbjúga, Sea Cucumbers.

Árlegur heimsafli sæbjúga var 50.000 tonn árið 2018 og hefur aldrei verið meiri, þrátt fyrir að engin veiði hafi verið það ár í Japan. Stærstu veiðiþjóðir voru Kanada, Níkaragúa, Rússland og Ísland, sem var í fimmta sæti með tæp 6.000 tonna veiði.

Samkvæmt FAO eru tvær tegundir sæbjúga sveiddar. Langmesta magnið er af sea cucumbers nei (Holothuroidea) eða um 48.000 tonn 2018 og svo Japanes sea cucumber (Apostichopus japonicus) með eingöngu rúm 2.000 tonn, en árleg veiði Japan hefur verið um 9.000 tonn. Hafrannsóknastofnun talar um að við Ísland sé sea cucumber (Cucumaria frondosa) veiddur. Árið 2017 veiddu skv. FAO Færeyjar 225 tonn af þessari tegund.

Hér eru yfirlit yfir veiðar stærstu veiðiþjóða frá 2005 og línurit yfir veiðar frá 1950 til 2018. https://factsofseafood.com/?attachment_id=611

Eldi bleikju á Íslandi eykst á meðan dregur úr því annars staðar.

Greining | 12.8.2020 | Facts of Seafood| Tegund: Íslandsbleikja, Arctic char, Salvenilus alpines.

Ferskfiskborð í Reykjavík – Ljósmynd FOS

Stöðug aukning hefur verið í eldi á bleikju á Íslandi, en landið er með yfir 80% af árlega magni sem alið er í heiminum. Upplýsingar um eldi í Svíþjóð koma nú óvænt fram, en þar hefur eldið verið síðasta áratuginn milli 1-2000 tonn á ári. Árið 2018 var hins vegar engin framleiðsla.

Á meðfylgjandi yfirliti eru upplýsingar um eldislönd og magn síðustu áratugi sem og upplýsingar um villtar veiðar. https://factsofseafood.com/?attachment_id=603

Heimsafli beitukóngs enn yfir 40.000 tonn

Greining | 1.8.2020 | Facts of Seafood | Tegund: Beitukóngur, Whelk, Buccinum undatum |

Árlegur afli beitukóngs var 2018 rúm 43.000 tonn, en frá aldamótum hefur afli aukist úr 35.000 tonnum og verið yfir 40.000 tonn síðasta áratuginn. Um 40% afla eða tæp 17.000 tonn koma frá Bretlandi, en þar hefur afli dregist saman á liðnum árum á meðan afli á Írlandi hefur aukist í rúm 5.000 tonn 2018. Tæp 15.000 tonn eru veidd af frönskum skipum, en önnur lönd eru með mun minni árlega afla. Á Íslandi voru veidd aðeins 195 tonn árið 2018, afli fór mest í 1.000 tonn 2005, en hefur aldrei náð því magni síðan.

Hér má sjá yfirlit yfir afla beitukóngs síðustu 20 árin. https://factsofseafood.com/?attachment_id=583

Óvissuástand á mörkuðum næstu mánuði

Viðtal | 23. júlí 2020 | Fiskifréttir |

Kórónu farsóttin er enn i gangi og sækir á önnur lönd, s.s. Suður Ameríku, Afríku og Indland. Tilfellum hefur fækkað í Evrópu, þróun í Bretlandi er í rétta átt sem og á Austuströnd Bandaríkjanna, á meðan að Vesturhluti Bandaríkjanna glímir við aukinn fjölda smitaðra. Veitingahús hafa fengið að opna í mörgum löndun, ekki aðeins fyrir “taka með” þjónustu heldur einnig til að setjast niður. Flugfélög hafa fengið leyfi til að fljúga innan t.d. Evrópu og því hefur fjöldi ferðamanna aukist innan Evrópu.

Fiskifréttir tóku aftur viðtal við Kristján Hjaltason um stöðuna á mörkuðum. Kristján sagði að sala í smásölu og heimsendingarþjónustu væri enn mjög góð og að veitingahúsamarkaðurinn hefði tekið við sér, m.a. hafi sala á Fish & chips markaði í Bretlandi verið góð síðustu 1-2 mánuði. Þrátt fyrir þetta er enn mikil óvissa framundan þar sem smituðum fjölgar í einstökum löndum og ótti við “aðra bylgju” er sterkur. Viðtalið í heild má sjá hér. https://factsofseafood.com/?attachment_id=585

Áhrif kórónu veirunnar á markaði fyrir sjávarafurðir

Viðtal | 2.4.2020 | Fiskifréttir |

Frá byrjun mars hefur kóróna veira sótt á Asíu, Evrópu og Norður Ameríku, mikilvægustu markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Fjöldi þeirra sem smitast hefur aukist dag frá degi og fjöldi látinna sömuleiðis. Til þess að hægja á útbreiðslu hafa flest lönd sett mjög miklar takmarkanir á frelsi fólks, með þeim afleiðingum að ferðalög hafa lagst af, veitingastöðum hefur verið lokað og hagkerfi sett í algjöran hægagang. Í viðtali við Fiskifréttir þann 2. apríl, fór Kristján yfir áhrif þessa á sölu á sjávarafurðum.

Mestu áhrifin fyrir Íslendinga hafa verið að sala á ferskum flökum hefur svo til stöðvast sem og á léttsöltuðum þorskflökum. Það þýðir að útgerðir og vinnslur leita að öðrum mörkuðum og afurðum til að framleiða. Fyrir suma gæti það þýtt að leggja skipum tímabundið. Hér má sjá viðtalið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=555

Rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð

Frétt | 16.1.2020 | Morgunblaðið |

Það er mikið að gerast í rússneskum sjávarútvegi. Fiskveiðistjórnun byggð á vísindalegum ráðleggingum og kvótakerfi til 15 ára auk stuðnings við nýbyggingar skipa og verksmiðja valda því að mikil endurnýjun á sér stað. Samþjöppun kvóta skapar stærri og fjárhagleg sterkari fyrirtæki sem auka verðmæti þess sem framleitt er. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin sækja dýpra inn á mikilvægustu markaði með gæðavöru og góða þjónustu og keppa við þá sem fyrir eru. Í ræðu á markaðsdegi Iceland Seafood í janúar 2020 fór Kristján Hjaltason yfir helstu breytingar í rússneskum sjávarútvegi og kynnti m.a. starfsemi Norebo, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Rússlands.

Morgunblaðið fjallaði um Norebo og Rússland eins og sjá má í Morgublaðinu 16. janúar. https://factsofseafood.com/?attachment_id=537

Metár í botnfiskveiðum

Greining | 5.11.2019 | Facts of Seafood |

Eins og síðustu árin leggur Facts of Seafood fram yfirlit yfir veiðar íslenskra skipa 2018 með áætlun fyrir 2019 og spá fyrir 2020, en spáin byggir á úthlutuðum kvóta og áætlunum útgerðarmanna á afla uppsjávartegunda. Jafnframt eru lagðar fram tölur um innflutning og fiskeldi, einnig með spá sérfróðra manna. Til viðbótar erum tölur um heimsveiði mikilvægustu botn- og uppsjávarfiska sem og yfirlit yfir fiskeldi í heiminum í þeim tegundum, sem keppa við íslenskan sjávarútveg. Þessar upplýsingar er að finna hér: https://factsofseafood.com/?attachment_id=531.

Botnfiskveiðar á Íslandi voru 480.000 tonn árið 2018 og eru horfur á að árið í ár verði svipað. Miðað við úthlutaðan kvóta, og veiðar íslenskra skipa í Barentshafi er líklegt að afli á komandi ári verði um 500.000 tonn.

Veiðar uppsjávartegunda var í fyrra 738.000 tonn, sem er í meðallagi síðustu 10 ára, en vegna engra loðnuveiða í ár og samdrátt í makríl og kolmunna eru horfur á að uppsjávarafli verði eingöngu 513.000 tonn í ár. Að mati útgerðarmanna sem leitað var til getur uppsjávarafli orðið 653.000 tonn á komandi ári, en vonast er til að einhver loðnuveiði verði leyfð.

Rækjuveiðar eru áfram litlar, en horfur eru betri með opnun veiða á Flæmska hattinum og líklegt er að innflutningur á frystu hráefni aukist í ár og á næsta ári með auknu framboði af iðnaðarrækju vegna vaxandi veiða í Barentshafi. Veiðar sæbjúgu voru 6.000 tonn í fyrra, sem var metár, og í ár spá útgerðarmenn afla upp á 5.400 tonn. Það hafa hins vegar verið settar skorður á veiðar og því er reiknað með að afli á næsta ári verði innan við 3.000 tonn.

Fiskeldi er í miklum vexti, sérstaklega laxeldi, sem getur skilað 20.000 tonnum í ár og 25.000 tonnum á næsta ári. Eldi Íslandsbleikju eykst áfram og gæti orðið 5.500 tonn á næsta ári, sem er tvöföldun á 10 ára tímabili.

Ísland ráðandi í eldi á bleikju

Greining | 5.12.2018 | Facts of Seafood | Tegund: Íslandsbleikja, Arctic char, Salvenilus alpines.

Eldi á bleikju hófst 1987, en villtar veiðar eru mjög litlar eða innan við 100 tonn. Ísland framleiðir um 80% af árlegu magni sem alið er af bleikju. Magnið frá Íslandi var rúm 4.000 tonn árið 2016 en áætlanir gera ráð fyrir um 5.000 tonnum 2019. Yfirburðir Íslands gefa tilefni til þess að tengja bleikju við Ísland sem Íslandsbleikju eða Iceland Arctic char. Sjá yfirlit yfir magn úr eldi og veiðum frá 2000-2016 eftir löndum. Heimsframboð bleikju 1987-2016

Mynd af bleikju tekin af vefnum, höfundar ekki getið þar.

Árið 2019 verður sterkt fyrir sjávarútveginn

Frétt – 22. nóvember 2018 – Fiskifréttir |

Botnfiskafli mun aukast og getur orðið 500.000 tonn árið 2019 og með auknum afla og veikingu krónunnar getur næsta ár orðið mjög sterkt ár fyrir sjávarútveginn. Þetta og margt fleira kom fram í umfjöllun Fiskifrétta um ræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 sem haldin var í Hörpu 15.-16. nóvember. Í ræðunni fór Kristján yfir heildarframboð sjávarfangs og spáði í horfur 2018 og 2019, en verðmæti útflutnings getur farið í 255 mrð.kr. sem væri 30 mrð.kr. aukning frá 2017. Sjá má umfjöllunina í Fiskifréttum. FF.22.11.18