Sameiginlegt upprunamerki og svæðabundnar markaðsherferðir

Grein – 1.11.2017 – Kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar |

Hvers virði er það ef neytendur í Frakklandi biðja um íslenskan fisk þegar þeir koma út í búð? Getur íslenskur gullkarfi náð sér stöðu í Þýskalandi á svipaðan hátt og Norðmenn hafa náð með Skrei þorsk á meginlandi Evrópu?

Ofangreind dæmi geta eingöngu orðið að veruleika ef framleiðendur og seljendur fara í sameiginlegt átak á viðkomandi mörkuðum. Ef framleiðendur ná athygli neytenda með góðu orðspori þá eykst eftirspurn, fólk er reiðubúið að borga meira fyrir fiskinn og það þýðir stöðugri efturspurn og betra verð til framleiðenda til lengri tíma litið.

Hér má sjá greinina í heild sinni  Grein 2017  og kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar  Sjávarútvegsráðstefnan kynningarblað+

 

Opinn og sjálfbær sjávarútvegur

Fundur – 3.3.2017 – Sporður |

Umfjöllun um íslenskan sjávarútvegs erlendis markast oft af ótta um ofveiði fiskistofna, mengun og velferð dýra. Íslenskur sjávarútvegur þarf að taka frumkvæði í umfjöllun og miðlun vandaðra upplýsinga um íslenskan sjávarútveg, um mat á stöðu stofna, áhrifum af veiðum, og um árangur í fiskveiðistjórnun.

Opinn aðgangur að ítarlegum upplýsingum og gögnum um hafið, veiðar er mikilvæg leið til þess að mæta þessum áhyggjum og um leið til að stuðla að málefnalegum umræðum og hafa áhrif á ákvarðanir kaupenda. Þar er of mikið um úreltar, rangar og misvísandi upplýsingar, en oft er treyst á þær. Sem er óþarfi, því á Íslandi eru opinberir gagnagrunnar barmafullir af nýjum og iðandi gögnum og upplýsingum.

Sameiginleg vefsíða fyrir sjávarútveg, með tölum, gögnum og upplýsingum frá fyrirtækjum greinarinnar, ráðuneyti og stofnunum þess, hagsmunasamtökum – með vinnuheitið Sporður er í undirbúningi.

Síðan býður notandanum aðgang að gögnum og upplýsingum sem núna liggja víða og í nokkrum ólíkum gagnagrunnum, stofnunum og hjá fyrirtækjum. Það eru ekki samkeppnisupplýsingar, heldur upplýsingar sem eru þegar opinberar, en liggja of víða til að vera aðgengilegar kaupendum og dreifendum íslenskra sjávarafurða eða hagsmunaaðilum erlendis. Þegar fólk hefur ekki upplýsingar, er oft giskað í eyðurnar. Þessar eyður eru óþarfi. Félög erlendis, samtök og stofnanir birta nú þegar mat á íslenskum fiskistofnum án nokkurrar aðkomu Íslendinga. Það ekki þjónar ekki hagsmunum Íslands – þessar upplýsingar eiga að koma frá greininni sjálfri.

Efnistök byggja á þremur stoðum sem eru a) staðreyndir um íslenska fiskveiðistjórnun b) lifandi tölur c) sögur af daglega lífinu á nýjum miðlum sem sýna lífið í sjávarútvegi og öll afleiddu verkefnin.

Það er mat hóp fólks sem starfar við sjávarútveginn að það þurfi að stofna upplýsingavef sem sjávarútvegurinn á Íslandi starfræki í sameiningu. Í hópnum eru Erla Kristinsdóttir, Kristinn Hjálmarsson, Kristján Hjaltason og Valdimar Gunnarsson. Haldinn var fundur með breiðum hópi fólks úr sjávartúveginum 3. mars 2017 til að kynna hugmyndir og ræða næstu skref. Það kom fram á fundinum að SFS sé að skoða þessi mál og undirbúa aðgerðir. Hópurinn ákvað því að bíða með frekara starf og gefa SFS tækifæri til að ná breiðri samstöðu innan greinarinn.

Sjá kynningarblað fyrir fundinn hér  Vefur kynning og myndir sem kynna Sporð hér  Sporður myndir

Af hverju kaupir fólk þorsk?

Greinar – 3., 10., 17., 24. 11 2016 – Fiskifréttir |

Þegar neytendur kaupa sjávarafurðir, hvort sem það er í verslun, á veitingastað eða á netinu þá eru alltaf ákveðnar ástæður sem hafa áhrif á hvaða fisktegund þeir velja. Fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi skiptir máli að skilja kaupendur og skilja hvað ræður kauphegðun fólks. Þessi skilningur ætti að móta það hvernig seljendur haga sölustarfinu.

Til að skilja betur hvað skiptir sköpum við kaupákvarðanir og hvað hefur áhrif á neysluvenjur fólks er þeim skipt í fjóra flokka:

  1. Hefðir og trúarvenjur
  2. Meðvitund og vakning
  3. Þægindi
  4. Verð

Í fjórum greinum verður hverjum flokki lýst og dæmi gefin fyrir hvern og einn. Auk þess verður staða framleiðenda og seljenda metin, farið í tækifæri sem þeir eiga að nýta sér og ógnanir sem þeir þurfa að takast á við á ólíkum markaðshlutum. Það verður fjallað um hvaða stefnu þeir ættu að fylgja í hverju tilfelli til að ná sem mestum árangri. Framleiðendur eru ólíkir og aðstæður þeirra einnig og það sem hentar einum þarf ekki að vera góður kostur fyrir annan.

Sjá grein Af hverju kaupir fólk þorsk Grein fyrir vefinn

Vefurinn Sporður – Opinn og gagnsær sjávarútvegur

Tillaga – 1.11.2016 – Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar |

Sporður

Sporður er vefur sem mun veita aðgang að öllum gögnum, tillögum og ákvörðunum opinberra aðila og stofnana sem og alþjóðlegra stofnana um íslenska fiskveiðilögsögu, haf- og fiskrannsóknir, fiskveiðistjórnun, úthlutun aflaheimilda, veiðar, eldi, vinnslu, inn- og útflutning, og eftirlit. Þessi vefur ætti að vera sameiginlegur gluggi stofnana og opinberra fyrirtækja í sjávarútveginum, s.s. Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, MAST og Matís með þátttöku ráðuneyta og einstakra samtaka.

Sjá tillöguna hér  Sporður tillaga 2016

Die Zukunft der Fischwirtschaft in Deutschland und Island

Paneldiskussion – 28.6.2016 – DIG Bremerhaven |

Die Aufgabe war über die Fischwirtschaft in Island und die wichtige Themen zu sprechen. Hier sind die wichtigsten Punkten.

Fischereimanagement Island

Es hat lange gedauert dass die Isländer die Kontrolle über die Fischbestände in Isländischen Gewässern bekommen haben, es dauert immer noch und wird wahrscheinlich nie zu Ende sein. Fischereimanagement muss sich an ständig geänderte Natur anpassen und manchmal neu Erfinden.

Die wichtigsten Stufen waren:

  1. Erweiterung der Exclusiv Economic Zone von 3 auf 200 Seemeilen.
  2. Eine neue Fischereimanagement wo die wichtigsten Fischarten eine jährliche Fangmenge bekommen.
  3. Alle Fangschiffe bekommen Quoten für was sie fangen
  4. Internationale Verbeinbarungen über die Fischerei von „Straddling stocks“.

Island musste erst die Kontrolle über die Fischgründen bekommen durch die erweiterung der Exclusive Economic Zone um Island.

  • 1901-1952: 3 Seemeilen
  • 1952: 4 Seemeilen (erst hat Norwegen es geschafft, neue Ideen USA)
  • 1958: 12 Seemeilen, das erste Kabeljaukrieg mit GB
  • 1972: 50 Seemeilen,
  • 1975: 200 Seemeilen

 

Als Island nach 1980 sah, brauchte das Land mehr als nur die Kontrolle über wer in Isländischen Gewässern fängt, es brauchte eine Management System wo die Jahresmenge für jede Fischart gesteuert wird. Die ersten Gesetzte kamen 1983 wo die Grundlage für die jetztige Fischereimanagement in Island entschieden wurde. Auf Basis von Empfehlungen von Meerebiologen sollte die Jahresmenge (Total Allowable Catch) für die wichtigsten Fischarten entschieden werden und jedes Fangschiff bekam einen Anteil (Quota) von diese Jahresmenge. Es brauchte bis ungefähr 1989 um dass System zu festigen. Kleine Schiffe waren viele Jahre nicht ein Teil dieses Systems, sie sind aber in den letzten 3-4 Jahren auch ein Teil davon.

Jährliche Fangmengen

Heute sind 25 Fischarten mit TAC was auf basis von Empfehlungen von Meeresbiologen festgelegt werden und dazu 2 Wale. Basiert auf deren Forschung legen Meersbiologen ihre Empfehlungen im Mai vor. Vorher hat die Institut ICES in Kopenhagen, sie geprüft. Der Fischereiminister entscheitet was die TAC sein wird, in den letzten Jahren waren die Entscheidungen gleich mit den Empfehlungen von den Wissenschaftlern. Es gibt eine breite einigung über dieses System, d.H. man soll den Vorschlägen von Merres-biologen folgen.

Die Quoten

Es gibt aber leider keine Einigung über wie die Quoten verteilt werden und die Tatsache, dass viele die Quoten als Eigentum betrachtet haben und einige wurden sehr reich, wenn sie ihre Quoten verkauft haben. Das System ist ein ITQ system, Individually Transferable Quoten, die Schiffseigner können sie vermieten oder verkaufen, sie können somit ihre Schiffe die notwendige Menge von jedes Fischart die sie fangen versorgen, und damit ihr Fang gut planen und ihre Schiffe das ganze Jahr voll auslasten. Meine Meinung ist, dass das Quoten System die Fischwirtschaft in Island gewinnbringend gemacht hat weil man das Jahr planen konnte und dass weniger Schiffe notwendig wurden, um die gleiche Menge zu fangen.

Straddling stocks

Isländische Fangschiffe fangen jährlich um 1.2m tonnen, die wertvollste Art ist Kabeljau mit 250,000 tonnen. Die grösste Menge sind aber die pelagischen Fische, wie Hering, Lodde, Blue whiting und Makrele. über die hälfte

Íslenskur sjávarútvegur 2015, heimsafli og hagsmunagæsla

Ræða – 19.11.2015 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Á þessari sjöttu Sjávarútvegsráðstefnu mun ég eins og áður fara yfir framboð af hráefni til vinnslu og útflutnings árið 2014, og vera með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spá fyrir næsta ár. Þar á eftir verð ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska og uppsjávarfiska hefur þróast á liðnum árum og meta hver þróunin gæti orðið í ár og á næsta ári. Að lokum fjalla ég um áhrif umhverfissamtaka og stofnana á fiskveiðistjórnun undir yfirskriftinni “hagsmunagæsla sjávarútvegsins”.

Úttekt á sjávarútveginum í ár sýnir, að það stefnir í mjög gott ár í veiði og eldi og metár í útflutningi. Landfrysting er mikilvægasta vinnslugreinin og ferskflök hafa aukist á meðan sjófrysting hefur minnkað og bræðsla dregist saman.

Heildarframboð villtra botn- og uppsjávarfiska er nokkuð stöðugt á meðan framboð eldisfiska eykst og bæta þeir markaðshlutdeild sínar jafnt og þétt.

Þrátt fyrir sterka stöðu sjávarútvegsins þarf greinin og stjórnvöld að ná aftur forystu í fiskveiðistjórnun með auknum rannsóknum á hafinu, fiskstofnum og veiðiaðferðum.

Sjá ræðu Sjávarútvegsráðstefnan 2015  og myndir Sjávarútvegsráðstefnan 2015 pp

Miklar sveiflur í útflutningsverðmæti

Grein – 12.11.2015 – Fiskifréttir |

Árið 2014 skilaði hvert kíló af þorski að meðaltali 381 kr/kg í útflutningstekjur og er það 6% hækkun frá 2013, þegar tekjurnar á þessum árum eru bornar saman á föstu gengi. Ef útflutningur fyrstu 9 mánuði ársins er skoðaður má gera ráð fyrir því að meðalverð fari yfir 400 kr/kg í ár. Þetta er góð þróun, en ef litið er til síðustu 15 ára hafa verið miklar sveiflur og löng tímabil með fallandi meðalverði. Í greininni skoða ég sveiflur í verði á þorski og ýsu frá árinu 2000.

Sjá greinina hér FF 12 Nov 2015

Samdráttur í afla – verðum að bregðast við

Viðtal – 9.12.2014 – DV |

Útlit er fyrir að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi gæti dregist saman á næstu árum ef fyrirtæki bregðast ekki við samdrátti í afla. Kristján Hjaltason benti á þennan samdrátt í máli sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni nýverið en hann er einn af stofnendum hennar. Milli áranna 2013 og 2015 er líklega um 300.000 tonna samdrátt í heildarframboði sjávarafurða frá Íslandi að ræða en Kristján segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki geri ráðstafanir. Heildarframboð sjávarfangs frá Íslandi mun fara úr 1.440.000 tonnum árið 2013 í 1.180.000 tonn í ár. Þá spáir Kristján enn frekar samdrætti árið 2015 eða 1.140.000 tonnum. Mestu munar um samdrátt í uppsjávarveiðum en gríðarlegur uppgangur hefur verið í þeim geira undanfarin ár. Helst vegna mikillar makrílgengdar. Heildarútflutningstekjur námu 278 milljörðum árið 2012 en 282 milljörðum árið 2013. Kristján spáir því að útflutningsverðmæti verði um 260 milljarðar í ár og árið 2015.

Sjá viðtalið í DV hér DV des 2014 KH

 

Íslenskur sjávarútvegur, heimsafli og sóknarfæri utan íslenskrar lögsögu

Ræða – 20.11.2014 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Á þessari fimmtu Sjávarútvegsráðstefnu verður fjallað um mörg og mikilvæg málefni sem snúa að sjávarútveginum og verðmætasköpun hans. Ég er með yfirlit yfir sjávarútveginn sem á að nýtast þegar farið er dýpra í einstaka þætti á þessum tveimur dögum.

Ræðan er þrískipt. Í fyrsta lagi fer ég yfir hvert framboð af hráefni hefur verið til vinnslu og útflutnings árið 2013, ég er með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spái fyrir næsta árið. Í öðru lagi er ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska hefur þróast. Og í þriðja lagi skoða ég mikilvægi deilistofna fyrr sjávarútveginn, lít á útgerð Íslendinga utan lögsögunnar og legg mat mitt á hvar frekari tækifæri geti verið að finna.

Sjá ræðu Sjávarútvegsráðstefnan 2014 ræða   og myndir Sjávarútvegsráðstefnan 2014 pp

Útflutningur ferskra þorskflaka tvöfaldast á 5 árum

Grein – 13.11.2014 – Fiskifréttir |

Frá 2008 hefur útflutningur á ferskum þorskflökum og flakaafurðum meira en tvöfaldast að magni til, farið úr 11.000 tonnum í rúm 23.000 tonn í fyrra. Þá voru ferskar afurðir tæplega 19% af magni útfluttra þorskafurða og sem hlutfall af verðmætum voru þær rúm 31% og verður það að teljast mjög góður árangur. Fyrir nokkrum árum höfðu fáir trú á að þessi aukning væri möguleg. Þessi þróun hefur haldið áfram í ár, en tölur til loka ágústs sýna rúma 5% aukningu borið saman við sama tíma árið 2013. Fréttir af fjárfestingum í nýjum ísfisksskipum vekja von um að þessi aukning muni halda áfram. Sjávarútvegurinn sér augsýnilega mikil tækifæri í þessari vinnslu.

Sjá greinina hér Grein FF 2014