Eldi bleikju á Íslandi eykst á meðan dregur úr því annars staðar.

Greining | 12.8.2020 | Facts of Seafood| Tegund: Íslandsbleikja, Arctic char, Salvenilus alpines.

Ferskfiskborð í Reykjavík – Ljósmynd FOS

Stöðug aukning hefur verið í eldi á bleikju á Íslandi, en landið er með yfir 80% af árlega magni sem alið er í heiminum. Upplýsingar um eldi í Svíþjóð koma nú óvænt fram, en þar hefur eldið verið síðasta áratuginn milli 1-2000 tonn á ári. Árið 2018 var hins vegar engin framleiðsla.

Á meðfylgjandi yfirliti eru upplýsingar um eldislönd og magn síðustu áratugi sem og upplýsingar um villtar veiðar. https://factsofseafood.com/?attachment_id=603

Ísland ráðandi í eldi á bleikju

Greining | 5.12.2018 | Facts of Seafood | Tegund: Íslandsbleikja, Arctic char, Salvenilus alpines.

Eldi á bleikju hófst 1987, en villtar veiðar eru mjög litlar eða innan við 100 tonn. Ísland framleiðir um 80% af árlegu magni sem alið er af bleikju. Magnið frá Íslandi var rúm 4.000 tonn árið 2016 en áætlanir gera ráð fyrir um 5.000 tonnum 2019. Yfirburðir Íslands gefa tilefni til þess að tengja bleikju við Ísland sem Íslandsbleikju eða Iceland Arctic char. Sjá yfirlit yfir magn úr eldi og veiðum frá 2000-2016 eftir löndum. Heimsframboð bleikju 1987-2016

Mynd af bleikju tekin af vefnum, höfundar ekki getið þar.

Íslensk bleikja – leyndardómsfull nýjung

Bleikja (Arctic char, Salvelinus alpinus) hefur sérstöðu á meðal laxfiska, eldi á sér stað á landi og eru íslensk eldisfyrirtæki þau stærstu í heimi.

Framleiðendur bleikju á Íslandi stefna í markaðsátak til að kynna íslenska bleikju á mörkuðum erlendis. Þeir fengu Kristján til að koma með tillögur að þessu markaðsátaki og í skýrslu til þeirra setti hann fram stefnu og verkefni fyrir þetta átak.

Þar sem Ísland er með lang mesta magn af bleikju, þá ættu framleiðendur að sameinast um að tengja bleikjuna við Ísland og kalla hana “íslensk bleikja” og kynningarstarfið ætti að byggjast á jákvæðri ímynd Íslands með áherslu á gæði vatns, kjöraðstæður til eldis, hefð fyrir fiskvinnslu og þekkingu á kröfum kaupenda.

Hér má ská kynningu á tillögum fyrir markaðsástakið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=572