Samdráttur í veiðum ígulkers heldur áfram 2018

Greining |15.8.2020 | Facts of Seafood | Ígulker, Sea urchin.

Heimsafli ígulkers var árið 2018 58.000 tonn, sem er 2.500 tonnum minni veiði en 2017. Minni veiði var í Japan, Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó á með hún jókst í Síle og Perú. Stöðugur samdráttur í veiðum hefur verið frá 1996 þegar afli náði 109.000 tonum. Stærstu veiðiþjóðir eru Síle, sem er langstærst, en þar á eftir kemur Rússland, Japan og Kanada. Ísland er í áttunda sæti með 378 tonn, sem er mestur afli sem veiðst hefur við landið.

Nokkrar tegundir ígulkers eru veiddar, mest af Chilean sea urchin og Sea urchin nei, aðrar tegundir eru Stony sea urchin og svo European edible sea urchin, sem veiðist við Ísland. Markaðir líta ekki á allar tegundir eins, og ólíkir markaðir fyrir hverja og eina tegund.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir veiðar frá 2005 til 2018. https://factsofseafood.com/?attachment_id=616