Árleg veiði sæbjúgu 40.000 tonn

Greining | 20.11.2018 | Facts of Seafood | Sæbjúgu, Sea cucumbers, Japanese sea cucumber, Cucumaria frondosa, Apostichopus japonicus |

Árleg veiði sæbjúga hefur verið um 40.000 tonn síðustu árin. Stærstu veiðifljóðir eru Kanada, Japan, Rússland og Indónesía, þar á eftir kemur Ísland í fimmta sæti árið 2016. Japan hefur lengi veri› stærsti framleiðandinn, en frá 2006 hefur Kanada bæst í hópinn og Rússland eingöngu frá 2015. Frá 2000 hafa veiðar við Bandaríkin og Ástralíu falli’ verulega. Veiðar á Íslandi voru 3.800 tonn árið 2017, og er spáð að afli 2018 verði 6.000 tonn og 4.000 tonn 2019. Heimsframboð sæbjúgu 1950-2016

Mynd tekin af vef AVS. Höfundar er ekki getið þar.  

Framboð sjávarfangs á Íslandi og úr heimsveiðum og eldi til 2019

Greining | Útgefið efni | 15.11.2018 |

Heimsframboð úr veiðum og eldi nam 171 m.tonn árið 2016, en þá komu 91 m.tonn úr villtum veiðum og 80 m.tonn úr eldi. Veiðar mikilvægustu botnfisktegunda nam það ár 7.572 þús.tonn, en spár gefa til kynna að það magn falli í 7.286 þús.tonn árið 2019. Framboð af ferskvatns- og eldisfiskum sem keppa við botnfiska nam árið 2016 12.875 þús.tonn og horfur eru að það magn vaxi í 14.432 þús.tonn á næsta ári. Heildarafli uppsjávarfiska nam 2016 rúmum 27 m.tonnum, þar af voru 13 mikilvægustu tegundirnar með um 19 m.tonn. Spár sérfræðinga eru að árið 2019 verði þetta magn um 21 m.tonn.

Meðfylgjandi fjórblöðungur sýnir veiðar á Íslandi frá 2007 til 2017 og spá um afla 2018 og 2019, jafnframt er yfirlit yfir eldi og innflutning á þessu tímabili.

Framboð sjávarfangs 2018

Árlegur heimsafli beitukóngs 45.000 tonn

Greining | 24.6.2018 | Facts of Seafood | Tegund: Beitukóngur, Whelk, Buccinum undatum |

Árlegur afli beitukóngs var 2016 rúm 45.000 tonn, en frá aldamótum hefur afli vaxið úr 35.000 tonnum. Um helmingur afla eða tæp 23.000 tonn koma frá Bretlandi, en þar hefur aukning afla verið fyrst of fremst. Rúm 13.000 tonn eru veidd af frönskum skipum, en önnur lönd eru með mun minni árlegan afla. Á Íslandi voru veidd 329 tonn árið 2016, afli fór mestur í tæp 1.000 tonn árið 2005, en hefur aldrei náð því magni síðan. Sjá yfirlit yfir heimsframboð. Heimsframboð beitukóngs 2000-2016

Mynd með grein tekin af vef AVS, höfundar er ekki getið.  

Veiðar kaldsjávarrækju hafa dregist stöðugt saman frá 2004

Greining – 12.4.2018 – Facts of Seafood |

Tegund: Kaldsjávarrækja, Northern prawn (Coldwater prawn), Pandalus borealis.  

Veiðar kaldsjávarrækju náðu hámarki 2004, þegar tæpum 450.000 tonna afla var landað. Síðan þá hefur afli fallið stöðugt og var eingöngu 240.000 tonn 2016. 75% af afla koma frá Kanada og Grænlandi, en Ísland er í sjötta sæti með innan við 7.000 tonn. Meðfylgjandi tafla sýnir að afli Kanada og Grænlands er svipaður 2016 og hann var árið 2000, en afli Íslands, Noregs og Rússlands er langt undir því magni sem hann var þá.

Hér má sjá töflu með afla frá 2000-2016 og línurit með afla frá 1950 Heimsframboð kaldsjávarrækju 2000-2016

Breskar útgerðir veiða helming alls humars

Greining – 12.4.2018 – Facts of Seafood |

Tegund: Humar, Norway lobster, Nephrops norvegicus.   

Árlegur afli humars hefur verið í kringum 60.000 tonn frá 1985. Langmest magn kemur úr veiðum breskra skipa eða um 50% af árlegum afla. Hlutdeild Íslands hefur verið aðeins 2-4%. Athyglisverður vöxtur hefur verið í veiðum við Norðursjóinn, þ.e. hjá löndum eins og Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Afli í Miðjarðarhafi var 2.600 tonn árið 2016, sem er meira en helmings samdráttur á 10 árum.

Hér er tafla yfir veiðar 2000-2016 með línuriti sem sýnir afla frá 1950. Heildarframboð humars 2000-2016

Heimsframboð mikilvægustu samkeppnistegunda Íslendinga 2018

Greining – 18.3.2018 – FACTS OF SEAFOOD |

Meðfylgjandi yfirlit sýnir framboð mikilvægustu botnfiska, eldisfiska og uppsjávarfiska 2007 til 2018 sem eru í samkeppni við íslenskar sjávarafurðir. Yfirlitið er með uppfærðri spá um heimsafla uppsjávarfiska fyrir 2018 og kemur þar fram að árlega eru veiddar um 30m tonn af uppsjávarfiski í heiminum, en mest er veitt af ansjósum eða um 7,8m tonn. Afli mikilvægustu samkeppnistegunda Íslendinga er árlega um 22m tonn, en miðað við spá dregur úr framboði í ár um 400.000 tonn, og er samdrátturinn helst í ansjósum, síld og makríl. Um 11,5m tonn fara til manneldis.

Hér má sjá yfirlitið Framboð sjávarfangs 2018

 

Deutsche See presents a new range of fresh fish from Iceland under the name Islynt

 

News – February 2018 – Fish International, Bremen |

The leading and innovative German seafood distributor, Deutsche See, has created a new line for fresh fish from Iceland under the name ISLYNT. During a recent Fish International show in Bremen, Deutsche See made this line the main attraction. The new line offers fresh fish and fillets of redfish, cod, haddock, ocean wolffish and farmed salmon. On its webpage, Deutsche See advertises the new line in the following way: ,,ISLYNT – NATÜRLICH BESTER FISCH. Mit ISLYNT, unserem neuen Frischfisch-Sortiment aus Island, verbinden wir höchsten Genuss mit Qualität und Verantwortung. Erleben Sie Island!”. This promotion is very important for seafood from Iceland. More information can be found on DS webpage

Deutsche See has been acquired by the Dutch seafood giant, Parlevliet & van der Plas. P&P is one of the largest harvester in Europe and they have invested in land based production and new segments in recent years. They are a partner with the Icelandic giant Samherji through UK Fisheries with activities in French and Spanish fishing.

 

Framboð úr veiðum og eldi 2017

Greining – Útgefið 13.11.2017 |

Meðfylgjandi töflur sýna heimsframboð úr veiðum og eldi eftir álfum fyrir 2015. Þær sýna einnig framboð á Íslandi úr veiðum, eldi og innflutningi 2016 með áætlun fyrir 2017 og spá fyrir 2018 unna eftir samtöl við forystumenn úr sjávarútvegi á Íslandi og eigin mat. Að lokum eru lagðar fram tölur um heimsframboð af samkeppnistegundum Íslendinga í botnfiskum og uppsjávartegundum fyrir 2015.

Sjá talnahefti  Framboð 2017

 

 

Af hverju borða Íslendingar skötu á Þorláksmessu?

Post – 23.12.2017 |

Í kaþólskum sið var fastað fyrir jólin. Þá átti ekki að borða góðgæti og einna síst á Þorláksmessu því að sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Auk þess þótti ekki við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks.

Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi. Á Suðurlandi var sums staðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið:

Á Þorláksdag í matinn minn

morkinn fékk ég hákarlinn

harðan fiskinn hálfbarinn

og hákarlsgrútarbræðinginn.

Um þetta leyti árs veiddist skata einkum á Vestfjarðarmiðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótilhöfð og var því algengur Þorláksmessumatur á þeim slóðum. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum að tilreiða úr skötunni ljúfmeti og mörgum þótti óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd þegar lykt tók að berast af skötustöppu

Eftir því sem leið á 20. öld flykktist fólk á suðvesturhorn landsins, Vestfirðingar ekki síður en aðrir. Þeir söknuðu Þorláksmessuskötunnar og reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Smám saman smitaði venja þeirra út frá sér og eftir miðja öldina fóru fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu að hafa skötu á boðstólum í desember. Fyrir um aldarfjórðungi fóru svo veitingahús að bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu og þar með varð þetta tíska. Heimild: Fréttablaðið 23.12.2017 

Framboð sjávarfangs á Íslandi 2007- 2018

Grein – 9.11.2017 – Fiskifréttir |

Allt bendir til þess að afli íslenskra skipa aukist um 75.000 tonn í ár frá árinu áður, því það munu veiðast 120.000 tonnum meira af uppsjávarfiski. Hins vegar veldur verkfall sjómanna í upphafi árs verulegum samdrætti í afla botnfiska. Samdráttur verður einnig í veiðum á flatfiskum og skel- og krabbadýrum. Spá fyrir veiðar árið 2018 gerir ráð fyrir verulegri aukningu á milli ára, samkvæmt henni mun botnfiskafli aukast mikið og verður sá mesti í áratug og uppsávarafli eykst líklega lítillega.

Vöxtur verður í fiskeldi í ár upp á 5.000 tonn og miðað við spá mun hann halda áfram á næsta ári, sérstaklega í laxi og einnig Íslandsbleikju.

Sjávarúvegurinn getur bætt við framboð hráefnis með innflutningi og verður það magn líklega um 100.000 tonn í ár og líka á næsta ári.

Í greininni er farið yfir heildarframboð sjávarútvegsins fyrir 2016 eftir tegundaflokkum, áætlað hvernig þetta ár verður og spá sett fram um hvers megi vænta á næsta ári.

Sjá Grein FF 9.11.2017