Russian Alaska pollock – Update, trends and opportunities

Speech – 6.3.2014 – North Atlantic Seafood Forum, Bergen |

I was asked to talk about Russian Alaska Pollock, to given an update on quota, production trends and product and trade flow and to evaluate challenges and opportunities in the coming years. In order to this I will split the presentation into four parts:

  1. Russian fisheries management
  2. Annual quotas and catch
  3. Production
  4. Markets and selling activities

The speech can be seen here  NASF speech  and pictures here

 

Hefur verðmæti afla aukist? Framboð, framleiðsla og sala íslenskra sjávarafurða 2012 og heimsframboð

Ræða – 21.11.2013 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Markmið sjávarútvegsins hljóta að vera að hámarka tekjur af því sjávarfangi sem er veitt, kemur úr eldi eða er flutt inn, nánar til tekið auka tekjur á hvert hráefniskíló. Ég ætla að fara yfir þessa þætti, skoða hvernig aðföng hafa þróast og spá til um hversu mikið framboð verður á næsta ári. Ég mun setja fram greiningu á þróun afurðaverðs s.l. áratuginn fyrir helstu tegundir og sjá hjá hvaða tegundum hefur tekist að ná umtalsverðri hækkun.

Sjá ræðuna hér Ræða 2013  og myndir   Myndir 2013

Hefur verðmæti útflutnings aukist? Íslenskur sjávarútvegur, heimsafli og þróun útflutningsverð á hráefniskíló.

Ræða – 8.11.2012 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það er mér mikil ánægja að ávarpa þriðju Sjávarútvegsráðstefnuna til þess að gefa yfirlit yfir íslenskan sjávarútveg í ár og spá fyrir um næsta árið. Ræðan skiptist í yfirlit yfir framboð á hráefni til sjávarútvegsins, vinnslu og ráðstöfun afla svo og sölu, markaði og afurðir. Auk þess mun ég skoða heimsframboð sjávarfiska og hlutdeild okkar í samanburði við Noreg og Evrópusambandið.

Þó svo að sjávarútvegurinn eigi gott ár að baki og 2012 verði einnig gott, þá er framboð sjávarfangs miklu minna en flest af síðustu 20 árum. Afkastageta greinarinnar, hvort sem er í veiðum eða vinnslu er miklu meiri og því er markmið mitt að sýna hvernig staðan verði að óbreyttu og velta fyrir mér hvar við getum sótt í aukið hráefni og aukið verðmæti.

Sjá ræðuna hér Ræða 2012   og myndir hér Myndir 2012

Íslenskur sjávarútvegur 2011 – Framboð, vinnsla og sala. Hvernig getur innflutningur aukið framboð hráefnis?

Ræða – 13.10.2011 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það er mér mikil ánægja að fá aftur aftur tækifæri til að tala á þessari ráðstefnu og fjalla um íslenskan sjávarútveg. Ég mun fara yfir framboð hráefnis, skoða vinnslu og ráðstöfun afla, fjalla um sölu afurðanna og helstu markaði og að lokum skoða innflutning á hráefni og velta fyrir mér tækifærum sem felast í því að auka hann.

Greiningin er með svipuðu sniði og í fyrra en þó með nokkrum breytingum og viðbótum, til þess að draga upp skýra mynd íslenskum sjávarútvegi. Ég skipti greiningunni í þrennt og nota yfirleitt tölur frá 1990 til 2010 og þar sem hægt er, fyrstu 6-8 mánuði 2011 samanborið við sama tíma 2010. Ég mun fjalla um:

  • Heildarframboð: Veiði, eldi og innflutning
  • Vinnslu og ráðstöfun afla
  • Sölu: Útflutningur og markaðir

Ég skipti tegundum í 4 flokka og skoða þróun hvers fyrir sig; Bolfiskur, flatfiskur, uppsjávarfiskur og skel- og krabbadýr.

Í síðari hluta mun ég skoða innflutning á hráefni og hvernig tekist hefur verið að auka hráefnismagn sem sjávarútvegurinn hefur til ráðstöfunar. Mér finnst þar vera mörg ónýtt tækifæri og ef þau eru nýtt má auka framboð hráefnis og þar með tekjusköpun í greininni.

Sjá ræðuna hér  Ræða 2011 og myndir hér Myndir 2011

Geta verðmæti sjávarafurða vaxið um 50 mrð á 5 árum?

Ræða – 6.9.2010 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það fer ekki á milli mála að sjávarútvegur á Íslandi er um margt einstakur. Landhelgin var snemma færð út sem tryggði stjórn á miðunum í kringum landið. Til að sporna við ofveiði var tekið upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á sjálfbærni fiskstofna og stjórnun á veiðimagni flestra stofna. Með tilkomu kvótakerfisins hefur útgerðin nýtt fiskstofna á mjög hagkvæman hátt, afkoma útgerðarinnar gjörbreyttist og er landið nú með mörg af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi.

Áhersla í sjávarútvegi hefur lengi verið á tvennt, annars vegar veiðar, s.s. hagkvæmni í veiðum og að tryggja sér veiðiréttindi, og hins vegar að ná beint til mikilvægustu kaupenda á sterkustu mörkuðum. Síðustu 2 áratugir hafa einkennst af því að auka hagkvæmni í útgerð og nýtingu stofna. Í dag vil ég sýna fram á að nú er komið að áratugi þar sem við þurfum að auka verðmæti þess afla sem við fáum í net eða á krók eða úr eldi. Ég vil nefna þrjár ástæður sem gera það áríðandi: Í fyrsta lagi er ólíklegt að heildarmagn bolfisks muni aukast, í öðru lagi getum við ekki reiknað með að markaðsverð fyrir sambærilegar vörur muni hækka mikið og í þriðja lagi er líklegt að krónan muni styrkjast á næstu árum. Mér finnst líklegt að breytinga sé þörf á mörgum sviðum, í veiðum, vinnslu, rannsóknum og í markaðssetningu og sölu.

Ræðan skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum mun ég fara yfir helstu stærðir sjávarútvegsins, greina magn og verðmæti mikilvægustu þátta sem gefur svo grunn að síðari hlutanum þar sem ég mun draga fram mynd af því hvernig sjávarútvegurinn getur náð að auka verðmæti útflutnings um verulegar upphæðir.

Sjá alla ræðuna  Ræða 2010  og myndir með henni Myndir 2010

Vision for the lobster industry in Iceland

During a meeting of the lobster cluster in Vestmann Islands, Kristján presented a vision for the lobster industry. At the start of the presentation, he emphasised the following as being important to succeed in any business:

  1. Fulfill market requirements.
  2. Position yourself clearly against the competition and be different.
  3. Sell to the most suitable and demanding markets.

The presentation can be seen here. https://factsofseafood.com/?attachment_id=567

Íslensk bleikja – leyndardómsfull nýjung

Bleikja (Arctic char, Salvelinus alpinus) hefur sérstöðu á meðal laxfiska, eldi á sér stað á landi og eru íslensk eldisfyrirtæki þau stærstu í heimi.

Framleiðendur bleikju á Íslandi stefna í markaðsátak til að kynna íslenska bleikju á mörkuðum erlendis. Þeir fengu Kristján til að koma með tillögur að þessu markaðsátaki og í skýrslu til þeirra setti hann fram stefnu og verkefni fyrir þetta átak.

Þar sem Ísland er með lang mesta magn af bleikju, þá ættu framleiðendur að sameinast um að tengja bleikjuna við Ísland og kalla hana “íslensk bleikja” og kynningarstarfið ætti að byggjast á jákvæðri ímynd Íslands með áherslu á gæði vatns, kjöraðstæður til eldis, hefð fyrir fiskvinnslu og þekkingu á kröfum kaupenda.

Hér má ská kynningu á tillögum fyrir markaðsástakið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=572