Íslenskur sjávarútvegur 2015, heimsafli og hagsmunagæsla

Ræða – 19.11.2015 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Á þessari sjöttu Sjávarútvegsráðstefnu mun ég eins og áður fara yfir framboð af hráefni til vinnslu og útflutnings árið 2014, og vera með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spá fyrir næsta ár. Þar á eftir verð ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska og uppsjávarfiska hefur þróast á liðnum árum og meta hver þróunin gæti orðið í ár og á næsta ári. Að lokum fjalla ég um áhrif umhverfissamtaka og stofnana á fiskveiðistjórnun undir yfirskriftinni “hagsmunagæsla sjávarútvegsins”.

Úttekt á sjávarútveginum í ár sýnir, að það stefnir í mjög gott ár í veiði og eldi og metár í útflutningi. Landfrysting er mikilvægasta vinnslugreinin og ferskflök hafa aukist á meðan sjófrysting hefur minnkað og bræðsla dregist saman.

Heildarframboð villtra botn- og uppsjávarfiska er nokkuð stöðugt á meðan framboð eldisfiska eykst og bæta þeir markaðshlutdeild sínar jafnt og þétt.

Þrátt fyrir sterka stöðu sjávarútvegsins þarf greinin og stjórnvöld að ná aftur forystu í fiskveiðistjórnun með auknum rannsóknum á hafinu, fiskstofnum og veiðiaðferðum.

Sjá ræðu Sjávarútvegsráðstefnan 2015  og myndir Sjávarútvegsráðstefnan 2015 pp

Leave a Reply