Framboð sjávarfangs á Íslandi 2007- 2018

Grein – 9.11.2017 – Fiskifréttir |

Allt bendir til þess að afli íslenskra skipa aukist um 75.000 tonn í ár frá árinu áður, því það munu veiðast 120.000 tonnum meira af uppsjávarfiski. Hins vegar veldur verkfall sjómanna í upphafi árs verulegum samdrætti í afla botnfiska. Samdráttur verður einnig í veiðum á flatfiskum og skel- og krabbadýrum. Spá fyrir veiðar árið 2018 gerir ráð fyrir verulegri aukningu á milli ára, samkvæmt henni mun botnfiskafli aukast mikið og verður sá mesti í áratug og uppsávarafli eykst líklega lítillega.

Vöxtur verður í fiskeldi í ár upp á 5.000 tonn og miðað við spá mun hann halda áfram á næsta ári, sérstaklega í laxi og einnig Íslandsbleikju.

Sjávarúvegurinn getur bætt við framboð hráefnis með innflutningi og verður það magn líklega um 100.000 tonn í ár og líka á næsta ári.

Í greininni er farið yfir heildarframboð sjávarútvegsins fyrir 2016 eftir tegundaflokkum, áætlað hvernig þetta ár verður og spá sett fram um hvers megi vænta á næsta ári.

Sjá Grein FF 9.11.2017

 

Leave a Reply