Blikur á lofti í sölumálum næstu árin

Viðtal | 12.11.2020 | Fiskifréttir | Í þriðja sinn á árinu leita Fiskifréttir til Kristjáns Hjaltasonar til þess að heyra af stöðu á mörkuðum á tímum heimsfaraldursins. Seinni bylgja faraldursins fer nú um Evrópu og Norður Ameríku og grípa lönd til ýmissa aðgerða til þess að draga úr samskiptum fólks og þar með að hægja á útbreiðslu veirunnar. Afleiðingar á viðskipti með sjávarafurðir eru þær að markaður fyrir neyslu utan heimilis dregst saman og verslanir loka eða takmarka sölu á ferskum fiski á meðan að sala í smásölu og heimsendingu vex.

Framleiðendur og seljendur hafa þurft að sýna mikinn sveigjanleika og laga sig að breyttum aðstæðum, bæði í veiðum, vinnslu í sölu. Í viðtalinu lýsir Kristján því að þessi staða mun halda áfram og að blikur verði í sölu næsta árið og líklega lengur.

Viðtalið má sjá hér. https://factsofseafood.com/?attachment_id=628

Óvissuástand á mörkuðum næstu mánuði

Viðtal | 23. júlí 2020 | Fiskifréttir |

Kórónu farsóttin er enn i gangi og sækir á önnur lönd, s.s. Suður Ameríku, Afríku og Indland. Tilfellum hefur fækkað í Evrópu, þróun í Bretlandi er í rétta átt sem og á Austuströnd Bandaríkjanna, á meðan að Vesturhluti Bandaríkjanna glímir við aukinn fjölda smitaðra. Veitingahús hafa fengið að opna í mörgum löndun, ekki aðeins fyrir “taka með” þjónustu heldur einnig til að setjast niður. Flugfélög hafa fengið leyfi til að fljúga innan t.d. Evrópu og því hefur fjöldi ferðamanna aukist innan Evrópu.

Fiskifréttir tóku aftur viðtal við Kristján Hjaltason um stöðuna á mörkuðum. Kristján sagði að sala í smásölu og heimsendingarþjónustu væri enn mjög góð og að veitingahúsamarkaðurinn hefði tekið við sér, m.a. hafi sala á Fish & chips markaði í Bretlandi verið góð síðustu 1-2 mánuði. Þrátt fyrir þetta er enn mikil óvissa framundan þar sem smituðum fjölgar í einstökum löndum og ótti við “aðra bylgju” er sterkur. Viðtalið í heild má sjá hér. https://factsofseafood.com/?attachment_id=585

Áhrif kórónu veirunnar á markaði fyrir sjávarafurðir

Viðtal | 2.4.2020 | Fiskifréttir |

Frá byrjun mars hefur kóróna veira sótt á Asíu, Evrópu og Norður Ameríku, mikilvægustu markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Fjöldi þeirra sem smitast hefur aukist dag frá degi og fjöldi látinna sömuleiðis. Til þess að hægja á útbreiðslu hafa flest lönd sett mjög miklar takmarkanir á frelsi fólks, með þeim afleiðingum að ferðalög hafa lagst af, veitingastöðum hefur verið lokað og hagkerfi sett í algjöran hægagang. Í viðtali við Fiskifréttir þann 2. apríl, fór Kristján yfir áhrif þessa á sölu á sjávarafurðum.

Mestu áhrifin fyrir Íslendinga hafa verið að sala á ferskum flökum hefur svo til stöðvast sem og á léttsöltuðum þorskflökum. Það þýðir að útgerðir og vinnslur leita að öðrum mörkuðum og afurðum til að framleiða. Fyrir suma gæti það þýtt að leggja skipum tímabundið. Hér má sjá viðtalið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=555

Rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð

Frétt | 16.1.2020 | Morgunblaðið |

Það er mikið að gerast í rússneskum sjávarútvegi. Fiskveiðistjórnun byggð á vísindalegum ráðleggingum og kvótakerfi til 15 ára auk stuðnings við nýbyggingar skipa og verksmiðja valda því að mikil endurnýjun á sér stað. Samþjöppun kvóta skapar stærri og fjárhagleg sterkari fyrirtæki sem auka verðmæti þess sem framleitt er. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin sækja dýpra inn á mikilvægustu markaði með gæðavöru og góða þjónustu og keppa við þá sem fyrir eru. Í ræðu á markaðsdegi Iceland Seafood í janúar 2020 fór Kristján Hjaltason yfir helstu breytingar í rússneskum sjávarútvegi og kynnti m.a. starfsemi Norebo, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Rússlands.

Morgunblaðið fjallaði um Norebo og Rússland eins og sjá má í Morgublaðinu 16. janúar. https://factsofseafood.com/?attachment_id=537

Árið 2019 verður sterkt fyrir sjávarútveginn

Frétt – 22. nóvember 2018 – Fiskifréttir |

Botnfiskafli mun aukast og getur orðið 500.000 tonn árið 2019 og með auknum afla og veikingu krónunnar getur næsta ár orðið mjög sterkt ár fyrir sjávarútveginn. Þetta og margt fleira kom fram í umfjöllun Fiskifrétta um ræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 sem haldin var í Hörpu 15.-16. nóvember. Í ræðunni fór Kristján yfir heildarframboð sjávarfangs og spáði í horfur 2018 og 2019, en verðmæti útflutnings getur farið í 255 mrð.kr. sem væri 30 mrð.kr. aukning frá 2017. Sjá má umfjöllunina í Fiskifréttum. FF.22.11.18

Die Zukunft der Fischwirtschaft in Deutschland und Island

Paneldiskussion – 28.6.2016 – DIG Bremerhaven |

Die Aufgabe war über die Fischwirtschaft in Island und die wichtige Themen zu sprechen. Hier sind die wichtigsten Punkten.

Fischereimanagement Island

Es hat lange gedauert dass die Isländer die Kontrolle über die Fischbestände in Isländischen Gewässern bekommen haben, es dauert immer noch und wird wahrscheinlich nie zu Ende sein. Fischereimanagement muss sich an ständig geänderte Natur anpassen und manchmal neu Erfinden.

Die wichtigsten Stufen waren:

  1. Erweiterung der Exclusiv Economic Zone von 3 auf 200 Seemeilen.
  2. Eine neue Fischereimanagement wo die wichtigsten Fischarten eine jährliche Fangmenge bekommen.
  3. Alle Fangschiffe bekommen Quoten für was sie fangen
  4. Internationale Verbeinbarungen über die Fischerei von „Straddling stocks“.

Island musste erst die Kontrolle über die Fischgründen bekommen durch die erweiterung der Exclusive Economic Zone um Island.

  • 1901-1952: 3 Seemeilen
  • 1952: 4 Seemeilen (erst hat Norwegen es geschafft, neue Ideen USA)
  • 1958: 12 Seemeilen, das erste Kabeljaukrieg mit GB
  • 1972: 50 Seemeilen,
  • 1975: 200 Seemeilen

 

Als Island nach 1980 sah, brauchte das Land mehr als nur die Kontrolle über wer in Isländischen Gewässern fängt, es brauchte eine Management System wo die Jahresmenge für jede Fischart gesteuert wird. Die ersten Gesetzte kamen 1983 wo die Grundlage für die jetztige Fischereimanagement in Island entschieden wurde. Auf Basis von Empfehlungen von Meerebiologen sollte die Jahresmenge (Total Allowable Catch) für die wichtigsten Fischarten entschieden werden und jedes Fangschiff bekam einen Anteil (Quota) von diese Jahresmenge. Es brauchte bis ungefähr 1989 um dass System zu festigen. Kleine Schiffe waren viele Jahre nicht ein Teil dieses Systems, sie sind aber in den letzten 3-4 Jahren auch ein Teil davon.

Jährliche Fangmengen

Heute sind 25 Fischarten mit TAC was auf basis von Empfehlungen von Meeresbiologen festgelegt werden und dazu 2 Wale. Basiert auf deren Forschung legen Meersbiologen ihre Empfehlungen im Mai vor. Vorher hat die Institut ICES in Kopenhagen, sie geprüft. Der Fischereiminister entscheitet was die TAC sein wird, in den letzten Jahren waren die Entscheidungen gleich mit den Empfehlungen von den Wissenschaftlern. Es gibt eine breite einigung über dieses System, d.H. man soll den Vorschlägen von Merres-biologen folgen.

Die Quoten

Es gibt aber leider keine Einigung über wie die Quoten verteilt werden und die Tatsache, dass viele die Quoten als Eigentum betrachtet haben und einige wurden sehr reich, wenn sie ihre Quoten verkauft haben. Das System ist ein ITQ system, Individually Transferable Quoten, die Schiffseigner können sie vermieten oder verkaufen, sie können somit ihre Schiffe die notwendige Menge von jedes Fischart die sie fangen versorgen, und damit ihr Fang gut planen und ihre Schiffe das ganze Jahr voll auslasten. Meine Meinung ist, dass das Quoten System die Fischwirtschaft in Island gewinnbringend gemacht hat weil man das Jahr planen konnte und dass weniger Schiffe notwendig wurden, um die gleiche Menge zu fangen.

Straddling stocks

Isländische Fangschiffe fangen jährlich um 1.2m tonnen, die wertvollste Art ist Kabeljau mit 250,000 tonnen. Die grösste Menge sind aber die pelagischen Fische, wie Hering, Lodde, Blue whiting und Makrele. über die hälfte

Miklar sveiflur í útflutningsverðmæti

Grein – 12.11.2015 – Fiskifréttir |

Árið 2014 skilaði hvert kíló af þorski að meðaltali 381 kr/kg í útflutningstekjur og er það 6% hækkun frá 2013, þegar tekjurnar á þessum árum eru bornar saman á föstu gengi. Ef útflutningur fyrstu 9 mánuði ársins er skoðaður má gera ráð fyrir því að meðalverð fari yfir 400 kr/kg í ár. Þetta er góð þróun, en ef litið er til síðustu 15 ára hafa verið miklar sveiflur og löng tímabil með fallandi meðalverði. Í greininni skoða ég sveiflur í verði á þorski og ýsu frá árinu 2000.

Sjá greinina hér FF 12 Nov 2015

Samdráttur í afla – verðum að bregðast við

Viðtal – 9.12.2014 – DV |

Útlit er fyrir að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi gæti dregist saman á næstu árum ef fyrirtæki bregðast ekki við samdrátti í afla. Kristján Hjaltason benti á þennan samdrátt í máli sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni nýverið en hann er einn af stofnendum hennar. Milli áranna 2013 og 2015 er líklega um 300.000 tonna samdrátt í heildarframboði sjávarafurða frá Íslandi að ræða en Kristján segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki geri ráðstafanir. Heildarframboð sjávarfangs frá Íslandi mun fara úr 1.440.000 tonnum árið 2013 í 1.180.000 tonn í ár. Þá spáir Kristján enn frekar samdrætti árið 2015 eða 1.140.000 tonnum. Mestu munar um samdrátt í uppsjávarveiðum en gríðarlegur uppgangur hefur verið í þeim geira undanfarin ár. Helst vegna mikillar makrílgengdar. Heildarútflutningstekjur námu 278 milljörðum árið 2012 en 282 milljörðum árið 2013. Kristján spáir því að útflutningsverðmæti verði um 260 milljarðar í ár og árið 2015.

Sjá viðtalið í DV hér DV des 2014 KH

 

Hagstæð þróun í útflutningsverðmæti sjávarafurða. 65 mrð.kr. aukning verðmæta á 3 árum

Umfjöllun – 28.11.2013 – Fiskifréttir |

Heildarafli Íslendinga dregst saman í ár og á næsta ári samkvæmt spám. Heildarverðmæti sjávarafura hefur aukist mikið undanfarin þrjú ár, eða um 65 milljarða á föstu verði. Tæpur helmingur þessarar aukningar væri vegna loðnu og síldar. Afurðaverð á hráefniskíló þorsks var 388 krónur 2003. Hækkun til 2012 hefur eingöngu verið 3,5% sem er innan við hálft prósent á ári. Það getur ekki talist viðunandi árangur fyrir okkar mikilvægustu fisktegund. Þetta og margt fleira kom fram í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013.

Hér má sjá greinina  í Fiskifréttum FF 28.11.13

Hefur verðmæti afla aukist? Framboð, framleiðsla og sala íslenskra sjávarafurða 2012 og heimsframboð

Ræða – 21.11.2013 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Markmið sjávarútvegsins hljóta að vera að hámarka tekjur af því sjávarfangi sem er veitt, kemur úr eldi eða er flutt inn, nánar til tekið auka tekjur á hvert hráefniskíló. Ég ætla að fara yfir þessa þætti, skoða hvernig aðföng hafa þróast og spá til um hversu mikið framboð verður á næsta ári. Ég mun setja fram greiningu á þróun afurðaverðs s.l. áratuginn fyrir helstu tegundir og sjá hjá hvaða tegundum hefur tekist að ná umtalsverðri hækkun.

Sjá ræðuna hér Ræða 2013  og myndir   Myndir 2013