Kórónafaraldurinn og áhrif á fisksölu og neyslu

Greinar | Fiskifréttir | júní 2021 | Þegar mörg Vestræn lönd hafa náð að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og sala sjávarafurða til veitingahúsa tekur við sér á ný er við hæfi að líta yfir atburði liðins árs, skilja þær breytingar sem urðu á viðskipti með sjávarafurðir og skoða hver staðan er í dag. Í þremur greinum í Fiskifréttum í júní var það gert og reynt að meta hvað muni breytast í kjölfar þessa heimsfaraldurs.

Hér má sjá greinarnar þrjár.

Heimsfaraldurinn reynir á sjávarútveginn – 10. júní

Smásala og heimsending hélt uppi sölunni – 17. júní

Miklar afleiðingar víða um heim – 24. júní

Variety of products will increase consumption of cod

Webinar | 1. October 2020 | SDC | A webinar held by Sea Data Center and Maritech early October discussed the outlook for Atlantic cod in 2021. Kristján Hjaltason was asked to talk about the market outlook and what he had to say can be found below.

It is expected that the quota for Atlantic will increase considerably in 2021 and many ask what this will mean for markets for cod. Kristján discussed the long tradition and great variety of products produced from Atlantic cod and the big range of fillet sizes cod offers keeps many market segments open for its use.

Kristján expects that all product groups will grow in 2021, but especially the refreshed market in Europe will be important, but it has grown strongly in recent years.

Main content of his presentation is here. https://factsofseafood.com/?attachment_id=622

Af hverju borða Íslendingar skötu á Þorláksmessu?

Post – 23.12.2017 |

Í kaþólskum sið var fastað fyrir jólin. Þá átti ekki að borða góðgæti og einna síst á Þorláksmessu því að sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Auk þess þótti ekki við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks.

Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi. Á Suðurlandi var sums staðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið:

Á Þorláksdag í matinn minn

morkinn fékk ég hákarlinn

harðan fiskinn hálfbarinn

og hákarlsgrútarbræðinginn.

Um þetta leyti árs veiddist skata einkum á Vestfjarðarmiðum. Hún þótti enginn herramannsmatur ótilhöfð og var því algengur Þorláksmessumatur á þeim slóðum. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum að tilreiða úr skötunni ljúfmeti og mörgum þótti óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd þegar lykt tók að berast af skötustöppu

Eftir því sem leið á 20. öld flykktist fólk á suðvesturhorn landsins, Vestfirðingar ekki síður en aðrir. Þeir söknuðu Þorláksmessuskötunnar og reyndu að útvega sér hana úr heimahögum. Smám saman smitaði venja þeirra út frá sér og eftir miðja öldina fóru fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu að hafa skötu á boðstólum í desember. Fyrir um aldarfjórðungi fóru svo veitingahús að bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu og þar með varð þetta tíska. Heimild: Fréttablaðið 23.12.2017 

Af hverju kaupir fólk þorsk?

Greinar – 3., 10., 17., 24. 11 2016 – Fiskifréttir |

Þegar neytendur kaupa sjávarafurðir, hvort sem það er í verslun, á veitingastað eða á netinu þá eru alltaf ákveðnar ástæður sem hafa áhrif á hvaða fisktegund þeir velja. Fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi skiptir máli að skilja kaupendur og skilja hvað ræður kauphegðun fólks. Þessi skilningur ætti að móta það hvernig seljendur haga sölustarfinu.

Til að skilja betur hvað skiptir sköpum við kaupákvarðanir og hvað hefur áhrif á neysluvenjur fólks er þeim skipt í fjóra flokka:

  1. Hefðir og trúarvenjur
  2. Meðvitund og vakning
  3. Þægindi
  4. Verð

Í fjórum greinum verður hverjum flokki lýst og dæmi gefin fyrir hvern og einn. Auk þess verður staða framleiðenda og seljenda metin, farið í tækifæri sem þeir eiga að nýta sér og ógnanir sem þeir þurfa að takast á við á ólíkum markaðshlutum. Það verður fjallað um hvaða stefnu þeir ættu að fylgja í hverju tilfelli til að ná sem mestum árangri. Framleiðendur eru ólíkir og aðstæður þeirra einnig og það sem hentar einum þarf ekki að vera góður kostur fyrir annan.

Sjá grein Af hverju kaupir fólk þorsk Grein fyrir vefinn

There are many ways to preserve seafood

Post – 7.11.2010, updated 10.1.2018 |

Quality is about preserving the freshness and taste of seafood. Freshness can be preserved in various ways. To store it live is the simplest and best way as can be experienced in e.g Japan and China. Chilled or on ice fresh is the next method gaining in popularity. Freezing is one of the best ways to preserve quality but this methods was invented by Clarence Birdseye in the USA around 1922. There are today on offer three qualities of frozen seafood: Frozen at sea, frozen on land and twice frozen products. Salting has been popular for cod, known as bacalao and other fish, and dates back 500 years and today you can also get light salted or brined, frozen, fillets. Dried seafood is an old method to preserve fish, a simple and important way to store seafood and you only need a dry place to store it. Canning is an old method, invented by Nicolas Appert in 1810 for the French army to secure supplies of quality food to the battle fields. Canning is still important for supplies of tuna, salmon, herring, sardines and other mainly fat seafood. Smoking is maybe the oldest method of storing fish, it has mainly been for fat fish like salmon, eel, herring and mackerel and today it is still a very important market segment. Of growing popularity has become chilled products, these are usually previously frozen fillets, portions or prepared products, which have been defrosted and stored chilled in the shop in MAP or Skin packed trays or on ice in the fresh fish counter. Other preservation methods include marinating and storing in brine, such as shrimps or herring. Freeze drying is a very technical process, developed during the second world war and today mainly used to process seafood and prepare for mixing with other ingredients for e.g. soups and animal food. New methods are being developed, such as food irradiation which dates back to the discovering of Roentgen, but has not managed to get much popularity. Source: Various, such and Wikipedia.

Fish and Chips: Probably the most popular fish dish in Europe and North America

Post – 10.10.2010 |

First introduced in the UK in 1860. The story is that Joseph Malin´s shop was set up in Cleveland Street in London´s East End in 1860. This has been disputed and said the first chip shop was John Lees in Mossly, near Oldham in 1863. Fish and chips has fewer calories than other popular take-a-ways and an average portion has fewer calories, saturated fat and salt than a cheese and tomato pizza. In the UK, cod is in 6 out of 10 sold dishes followed by haddock with 2.5. The fish and chips market in the UK uses annually over 50,000 MT of cod and haddock fillets and the most popluar source are frozen at sea fillets from freezer vessels catching in the North Atlantic around Iceland, Norway and Russia. In the USA, the fish and chips is often called „Friday night fish fry“. Source: The Independent (UK) 10. January 2010. FOS.