Deutsche See presents a new range of fresh fish from Iceland under the name Islynt

 

News – February 2018 – Fish International, Bremen |

The leading and innovative German seafood distributor, Deutsche See, has created a new line for fresh fish from Iceland under the name ISLYNT. During a recent Fish International show in Bremen, Deutsche See made this line the main attraction. The new line offers fresh fish and fillets of redfish, cod, haddock, ocean wolffish and farmed salmon. On its webpage, Deutsche See advertises the new line in the following way: ,,ISLYNT – NATÜRLICH BESTER FISCH. Mit ISLYNT, unserem neuen Frischfisch-Sortiment aus Island, verbinden wir höchsten Genuss mit Qualität und Verantwortung. Erleben Sie Island!”. This promotion is very important for seafood from Iceland. More information can be found on DS webpage

Deutsche See has been acquired by the Dutch seafood giant, Parlevliet & van der Plas. P&P is one of the largest harvester in Europe and they have invested in land based production and new segments in recent years. They are a partner with the Icelandic giant Samherji through UK Fisheries with activities in French and Spanish fishing.

 

Sameiginlegt upprunamerki og svæðabundnar markaðsherferðir

Grein – 1.11.2017 – Kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar |

Hvers virði er það ef neytendur í Frakklandi biðja um íslenskan fisk þegar þeir koma út í búð? Getur íslenskur gullkarfi náð sér stöðu í Þýskalandi á svipaðan hátt og Norðmenn hafa náð með Skrei þorsk á meginlandi Evrópu?

Ofangreind dæmi geta eingöngu orðið að veruleika ef framleiðendur og seljendur fara í sameiginlegt átak á viðkomandi mörkuðum. Ef framleiðendur ná athygli neytenda með góðu orðspori þá eykst eftirspurn, fólk er reiðubúið að borga meira fyrir fiskinn og það þýðir stöðugri efturspurn og betra verð til framleiðenda til lengri tíma litið.

Hér má sjá greinina í heild sinni  Grein 2017  og kynningarblað Sjávarútvegsráðstefnunnar  Sjávarútvegsráðstefnan kynningarblað+

 

Útflutningur ferskra þorskflaka tvöfaldast á 5 árum

Grein – 13.11.2014 – Fiskifréttir |

Frá 2008 hefur útflutningur á ferskum þorskflökum og flakaafurðum meira en tvöfaldast að magni til, farið úr 11.000 tonnum í rúm 23.000 tonn í fyrra. Þá voru ferskar afurðir tæplega 19% af magni útfluttra þorskafurða og sem hlutfall af verðmætum voru þær rúm 31% og verður það að teljast mjög góður árangur. Fyrir nokkrum árum höfðu fáir trú á að þessi aukning væri möguleg. Þessi þróun hefur haldið áfram í ár, en tölur til loka ágústs sýna rúma 5% aukningu borið saman við sama tíma árið 2013. Fréttir af fjárfestingum í nýjum ísfisksskipum vekja von um að þessi aukning muni halda áfram. Sjávarútvegurinn sér augsýnilega mikil tækifæri í þessari vinnslu.

Sjá greinina hér Grein FF 2014

Where can I buy Seafood from Iceland – App

Tillaga – 1.11.2013 – Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðsefnunnar |

Appið WIB-Iceland upplýsir neytendur erlendis hvar þeir geti keypt íslenskar sjávarafurðir í nágrenni við sig. Þegar ég er erlendis spyrja útlendingar oft hvar þeir geti keypt fisk frá Íslandi og það er svo til vonlaust að svara því. Appið WIB-Iceland mætir þessari þörf og getur um leið orðið öflugt markaðstæki fyrir íslenskar sjávarafurðir. Neytandinn slær inn upplýsingar um hvar hann býr – land, borg og póstnúmer – og upp kemur nafn á verslun, netverslun, veitingarstað, heimsendingarfyrirtæki eða öðrum stöðum sem selja sjávarafurðir frá Íslandi. Fólk getur þrengt leitina og spurt um ferskan fisk, frystan, saltaðan, þurrkaðan, niðurlagðan, reyktan eða aðra afurðaflokka og fær þar nákvæmari upplýsingar um hvar slíkar afurðir fást.

Sjá tillöguna hér WIB-Iceland 2013

Af hverju getur verið erfitt að selja fisk í dag?

Grein – 1.11.2012 – Fiskifréttir |

Það voru tímar þegar horft var til Íslendinga sem fyrirmynd í vinnslu og markaðssetningu á fiski en þeir tímar eru að baki, aðrir hafa tekið forystuna og Íslendingar lifa um margt á fornri frægð. Hvað hefur gerst og hvers vegna er þessi staða komin upp? Í greininni segir m.a.: Enn í dag nýtur íslenskur fiskur góðs orðstírs og fær hátt verð hjá mörgum kaupendum og margir framleiðendur vinna mjög gott starf. En aðrir hugsa til skamms tíma, hoppa á milli markaða og kaupenda ef verð sveiflast og nota jafnvel „uppboðsleiðina“ til að velja hvaða kaupandi fær vöruna þá vikuna. Þeir finna helst fyrir versnandi ástandi á mörkuðum. Til viðbótar kemur að framleiðendur hafa treyst á góða ímynd íslenskra afurða en henni hefur því miður ekki verið haldið við. Þau fyriræki sem standa í stað dragast aftur úr, þvi samkeppnin hefur ekki sofið á verðinum og nýir keppinautar hafa komið á markaðinn.

Hér má sjá greinina í heild sinni  Grein nóvember 2012 og Fiskifréttir þar sem greinin birtist FF 01 11 12

Eigum að selja gæðaafurðir og ímynd landsins

Viðtal – 11.2010 – Ægir |

Í upphafi viðtalsins segir: Markaðsmál íslenskra sjávarafurða er víðfeðmt hugtak, enda fjölbreytni mikil í útflutningi afurða og markaðirnir ólíkir og staðsettir víða um heiminn. Kristján Hjaltason er einn þeirra Íslendinga sem starfað hafa um áratuga skeið að markaðsmálum sjávarafurða, bæði hjá innlendum sölufyrirtækjum sem erlendum og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á þessu sviði. Hann segir að með þeirri þróun að hverfa frá stórum sameiginlegum markaðsfyrirtækjum framleiðenda hafi viðskiptavinunum á margan hátt verið fengin í hendur sterkari staða þar sem seljendurnir séu nú mun fleiri og smærri. Hins vegar hafi markaðsþekking inn í framleiðslufyrirtækjunum sjálfum aukist verulega og þannig séu fyrirtækin meðvitaðri frá degi til dags um þarfir og óskir á mörkuðunum. Kristján vill sjá aukna sameiginlega markaðssetningu á Íslandi sem framleiðslulandi sjávarafurða. Þeim þætti er ekki sinnt nægjanlega í dag.

Viðtalið í heild má sjá hér Ægir Nov 2010

Vision for the lobster industry in Iceland

During a meeting of the lobster cluster in Vestmann Islands, Kristján presented a vision for the lobster industry. At the start of the presentation, he emphasised the following as being important to succeed in any business:

  1. Fulfill market requirements.
  2. Position yourself clearly against the competition and be different.
  3. Sell to the most suitable and demanding markets.

The presentation can be seen here. https://factsofseafood.com/?attachment_id=567

Staða íslenskra sjávarafurða og sóknarfæri á mörkuðum

Ræða – 25.9.2009 – Aðalfundur Samtak fiskvinnslustöðva |

Það er mér mikill heiður og ánægja að fá að ávarpa aðalfund Samtaka fiskvinnslustöðva. Ég hef setið marga aðalfundi félagsins, á þeim er fjallað um hagsmunamál og framtíð íslensks sjávariðnaðar af miklum metnaði. Það er því nokkur áskorun að taka að sér að flytja hér ræðu.

Í ræðunni mun ég skoða stöðu íslensks sjávarútvegs og sjávarafurða, leggja mitt mat á styrkleika og veikleika og skoða ógnanir og tækifæri í umhverfinu; aðallega séð frá markaðnum og með augum gestsins. Í framhaldinu fer ég yfir mikilvægustu markaði Íslands og skoða hvar sóknarfærin liggja og meta hvar iðnaðurinn geti og eigi að staðsetja sig. Í lokin fer ég nokkrum orðum um hvað möguleg aðild Íslands að ESB gæti þýtt fyrir sjávaiðnaðinn hér á landi.

Sjá alla ræðuna Ræða SF 2009  og myndir með henni  Myndir SF 2009

Íslensk bleikja – leyndardómsfull nýjung

Bleikja (Arctic char, Salvelinus alpinus) hefur sérstöðu á meðal laxfiska, eldi á sér stað á landi og eru íslensk eldisfyrirtæki þau stærstu í heimi.

Framleiðendur bleikju á Íslandi stefna í markaðsátak til að kynna íslenska bleikju á mörkuðum erlendis. Þeir fengu Kristján til að koma með tillögur að þessu markaðsátaki og í skýrslu til þeirra setti hann fram stefnu og verkefni fyrir þetta átak.

Þar sem Ísland er með lang mesta magn af bleikju, þá ættu framleiðendur að sameinast um að tengja bleikjuna við Ísland og kalla hana “íslensk bleikja” og kynningarstarfið ætti að byggjast á jákvæðri ímynd Íslands með áherslu á gæði vatns, kjöraðstæður til eldis, hefð fyrir fiskvinnslu og þekkingu á kröfum kaupenda.

Hér má ská kynningu á tillögum fyrir markaðsástakið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=572