Framboð sjávarfangs á Íslandi og úr heimsveiðum og eldi til 2019

Greining | Útgefið efni | 15.11.2018 |

Heimsframboð úr veiðum og eldi nam 171 m.tonn árið 2016, en þá komu 91 m.tonn úr villtum veiðum og 80 m.tonn úr eldi. Veiðar mikilvægustu botnfisktegunda nam það ár 7.572 þús.tonn, en spár gefa til kynna að það magn falli í 7.286 þús.tonn árið 2019. Framboð af ferskvatns- og eldisfiskum sem keppa við botnfiska nam árið 2016 12.875 þús.tonn og horfur eru að það magn vaxi í 14.432 þús.tonn á næsta ári. Heildarafli uppsjávarfiska nam 2016 rúmum 27 m.tonnum, þar af voru 13 mikilvægustu tegundirnar með um 19 m.tonn. Spár sérfræðinga eru að árið 2019 verði þetta magn um 21 m.tonn.

Meðfylgjandi fjórblöðungur sýnir veiðar á Íslandi frá 2007 til 2017 og spá um afla 2018 og 2019, jafnframt er yfirlit yfir eldi og innflutning á þessu tímabili.

Framboð sjávarfangs 2018