Greining | 1.8.2020 | Facts of Seafood | Tegund: Beitukóngur, Whelk, Buccinum undatum |
Árlegur afli beitukóngs var 2018 rúm 43.000 tonn, en frá aldamótum hefur afli aukist úr 35.000 tonnum og verið yfir 40.000 tonn síðasta áratuginn. Um 40% afla eða tæp 17.000 tonn koma frá Bretlandi, en þar hefur afli dregist saman á liðnum árum á meðan afli á Írlandi hefur aukist í rúm 5.000 tonn 2018. Tæp 15.000 tonn eru veidd af frönskum skipum, en önnur lönd eru með mun minni árlega afla. Á Íslandi voru veidd aðeins 195 tonn árið 2018, afli fór mest í 1.000 tonn 2005, en hefur aldrei náð því magni síðan.
Hér má sjá yfirlit yfir afla beitukóngs síðustu 20 árin. https://factsofseafood.com/?attachment_id=583