Umfjöllun – 28.11.2013 – Fiskifréttir |
Heildarafli Íslendinga dregst saman í ár og á næsta ári samkvæmt spám. Heildarverðmæti sjávarafura hefur aukist mikið undanfarin þrjú ár, eða um 65 milljarða á föstu verði. Tæpur helmingur þessarar aukningar væri vegna loðnu og síldar. Afurðaverð á hráefniskíló þorsks var 388 krónur 2003. Hækkun til 2012 hefur eingöngu verið 3,5% sem er innan við hálft prósent á ári. Það getur ekki talist viðunandi árangur fyrir okkar mikilvægustu fisktegund. Þetta og margt fleira kom fram í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013.
Hér má sjá greinina í Fiskifréttum FF 28.11.13