Samdráttur í afla – verðum að bregðast við

Viðtal – 9.12.2014 – DV |

Útlit er fyrir að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi gæti dregist saman á næstu árum ef fyrirtæki bregðast ekki við samdrátti í afla. Kristján Hjaltason benti á þennan samdrátt í máli sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni nýverið en hann er einn af stofnendum hennar. Milli áranna 2013 og 2015 er líklega um 300.000 tonna samdrátt í heildarframboði sjávarafurða frá Íslandi að ræða en Kristján segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki geri ráðstafanir. Heildarframboð sjávarfangs frá Íslandi mun fara úr 1.440.000 tonnum árið 2013 í 1.180.000 tonn í ár. Þá spáir Kristján enn frekar samdrætti árið 2015 eða 1.140.000 tonnum. Mestu munar um samdrátt í uppsjávarveiðum en gríðarlegur uppgangur hefur verið í þeim geira undanfarin ár. Helst vegna mikillar makrílgengdar. Heildarútflutningstekjur námu 278 milljörðum árið 2012 en 282 milljörðum árið 2013. Kristján spáir því að útflutningsverðmæti verði um 260 milljarðar í ár og árið 2015.

Sjá viðtalið í DV hér DV des 2014 KH

 

Leave a Reply