Óvissuástand á mörkuðum næstu mánuði

Viðtal | 23. júlí 2020 | Fiskifréttir |

Kórónu farsóttin er enn i gangi og sækir á önnur lönd, s.s. Suður Ameríku, Afríku og Indland. Tilfellum hefur fækkað í Evrópu, þróun í Bretlandi er í rétta átt sem og á Austuströnd Bandaríkjanna, á meðan að Vesturhluti Bandaríkjanna glímir við aukinn fjölda smitaðra. Veitingahús hafa fengið að opna í mörgum löndun, ekki aðeins fyrir “taka með” þjónustu heldur einnig til að setjast niður. Flugfélög hafa fengið leyfi til að fljúga innan t.d. Evrópu og því hefur fjöldi ferðamanna aukist innan Evrópu.

Fiskifréttir tóku aftur viðtal við Kristján Hjaltason um stöðuna á mörkuðum. Kristján sagði að sala í smásölu og heimsendingarþjónustu væri enn mjög góð og að veitingahúsamarkaðurinn hefði tekið við sér, m.a. hafi sala á Fish & chips markaði í Bretlandi verið góð síðustu 1-2 mánuði. Þrátt fyrir þetta er enn mikil óvissa framundan þar sem smituðum fjölgar í einstökum löndum og ótti við “aðra bylgju” er sterkur. Viðtalið í heild má sjá hér. https://factsofseafood.com/?attachment_id=585