Áhrif kórónu veirunnar á markaði fyrir sjávarafurðir

Viðtal | 2.4.2020 | Fiskifréttir |

Frá byrjun mars hefur kóróna veira sótt á Asíu, Evrópu og Norður Ameríku, mikilvægustu markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Fjöldi þeirra sem smitast hefur aukist dag frá degi og fjöldi látinna sömuleiðis. Til þess að hægja á útbreiðslu hafa flest lönd sett mjög miklar takmarkanir á frelsi fólks, með þeim afleiðingum að ferðalög hafa lagst af, veitingastöðum hefur verið lokað og hagkerfi sett í algjöran hægagang. Í viðtali við Fiskifréttir þann 2. apríl, fór Kristján yfir áhrif þessa á sölu á sjávarafurðum.

Mestu áhrifin fyrir Íslendinga hafa verið að sala á ferskum flökum hefur svo til stöðvast sem og á léttsöltuðum þorskflökum. Það þýðir að útgerðir og vinnslur leita að öðrum mörkuðum og afurðum til að framleiða. Fyrir suma gæti það þýtt að leggja skipum tímabundið. Hér má sjá viðtalið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=555