Blikur á lofti í sölumálum næstu árin

Viðtal | 12.11.2020 | Fiskifréttir | Í þriðja sinn á árinu leita Fiskifréttir til Kristjáns Hjaltasonar til þess að heyra af stöðu á mörkuðum á tímum heimsfaraldursins. Seinni bylgja faraldursins fer nú um Evrópu og Norður Ameríku og grípa lönd til ýmissa aðgerða til þess að draga úr samskiptum fólks og þar með að hægja á útbreiðslu veirunnar. Afleiðingar á viðskipti með sjávarafurðir eru þær að markaður fyrir neyslu utan heimilis dregst saman og verslanir loka eða takmarka sölu á ferskum fiski á meðan að sala í smásölu og heimsendingu vex.

Framleiðendur og seljendur hafa þurft að sýna mikinn sveigjanleika og laga sig að breyttum aðstæðum, bæði í veiðum, vinnslu í sölu. Í viðtalinu lýsir Kristján því að þessi staða mun halda áfram og að blikur verði í sölu næsta árið og líklega lengur.

Viðtalið má sjá hér. https://factsofseafood.com/?attachment_id=628