Viðtal – 11.2010 – Ægir |
Í upphafi viðtalsins segir: Markaðsmál íslenskra sjávarafurða er víðfeðmt hugtak, enda fjölbreytni mikil í útflutningi afurða og markaðirnir ólíkir og staðsettir víða um heiminn. Kristján Hjaltason er einn þeirra Íslendinga sem starfað hafa um áratuga skeið að markaðsmálum sjávarafurða, bæði hjá innlendum sölufyrirtækjum sem erlendum og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á þessu sviði. Hann segir að með þeirri þróun að hverfa frá stórum sameiginlegum markaðsfyrirtækjum framleiðenda hafi viðskiptavinunum á margan hátt verið fengin í hendur sterkari staða þar sem seljendurnir séu nú mun fleiri og smærri. Hins vegar hafi markaðsþekking inn í framleiðslufyrirtækjunum sjálfum aukist verulega og þannig séu fyrirtækin meðvitaðri frá degi til dags um þarfir og óskir á mörkuðunum. Kristján vill sjá aukna sameiginlega markaðssetningu á Íslandi sem framleiðslulandi sjávarafurða. Þeim þætti er ekki sinnt nægjanlega í dag.
Viðtalið í heild má sjá hér Ægir Nov 2010