Ræða – 6.9.2010 – Sjávarútvegsráðstefnan |
Það fer ekki á milli mála að sjávarútvegur á Íslandi er um margt einstakur. Landhelgin var snemma færð út sem tryggði stjórn á miðunum í kringum landið. Til að sporna við ofveiði var tekið upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á sjálfbærni fiskstofna og stjórnun á veiðimagni flestra stofna. Með tilkomu kvótakerfisins hefur útgerðin nýtt fiskstofna á mjög hagkvæman hátt, afkoma útgerðarinnar gjörbreyttist og er landið nú með mörg af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi.
Áhersla í sjávarútvegi hefur lengi verið á tvennt, annars vegar veiðar, s.s. hagkvæmni í veiðum og að tryggja sér veiðiréttindi, og hins vegar að ná beint til mikilvægustu kaupenda á sterkustu mörkuðum. Síðustu 2 áratugir hafa einkennst af því að auka hagkvæmni í útgerð og nýtingu stofna. Í dag vil ég sýna fram á að nú er komið að áratugi þar sem við þurfum að auka verðmæti þess afla sem við fáum í net eða á krók eða úr eldi. Ég vil nefna þrjár ástæður sem gera það áríðandi: Í fyrsta lagi er ólíklegt að heildarmagn bolfisks muni aukast, í öðru lagi getum við ekki reiknað með að markaðsverð fyrir sambærilegar vörur muni hækka mikið og í þriðja lagi er líklegt að krónan muni styrkjast á næstu árum. Mér finnst líklegt að breytinga sé þörf á mörgum sviðum, í veiðum, vinnslu, rannsóknum og í markaðssetningu og sölu.
Ræðan skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum mun ég fara yfir helstu stærðir sjávarútvegsins, greina magn og verðmæti mikilvægustu þátta sem gefur svo grunn að síðari hlutanum þar sem ég mun draga fram mynd af því hvernig sjávarútvegurinn getur náð að auka verðmæti útflutnings um verulegar upphæðir.
Sjá alla ræðuna Ræða 2010 og myndir með henni Myndir 2010