Grein – 13.11.2014 – Fiskifréttir |
Frá 2008 hefur útflutningur á ferskum þorskflökum og flakaafurðum meira en tvöfaldast að magni til, farið úr 11.000 tonnum í rúm 23.000 tonn í fyrra. Þá voru ferskar afurðir tæplega 19% af magni útfluttra þorskafurða og sem hlutfall af verðmætum voru þær rúm 31% og verður það að teljast mjög góður árangur. Fyrir nokkrum árum höfðu fáir trú á að þessi aukning væri möguleg. Þessi þróun hefur haldið áfram í ár, en tölur til loka ágústs sýna rúma 5% aukningu borið saman við sama tíma árið 2013. Fréttir af fjárfestingum í nýjum ísfisksskipum vekja von um að þessi aukning muni halda áfram. Sjávarútvegurinn sér augsýnilega mikil tækifæri í þessari vinnslu.
Sjá greinina hér Grein FF 2014