Tillaga – 1.11.2016 – Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar |
Sporður er vefur sem mun veita aðgang að öllum gögnum, tillögum og ákvörðunum opinberra aðila og stofnana sem og alþjóðlegra stofnana um íslenska fiskveiðilögsögu, haf- og fiskrannsóknir, fiskveiðistjórnun, úthlutun aflaheimilda, veiðar, eldi, vinnslu, inn- og útflutning, og eftirlit. Þessi vefur ætti að vera sameiginlegur gluggi stofnana og opinberra fyrirtækja í sjávarútveginum, s.s. Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, MAST og Matís með þátttöku ráðuneyta og einstakra samtaka.
Sjá tillöguna hér Sporður tillaga 2016