Af hverju kaupir fólk þorsk?

Greinar – 3., 10., 17., 24. 11 2016 – Fiskifréttir |

Þegar neytendur kaupa sjávarafurðir, hvort sem það er í verslun, á veitingastað eða á netinu þá eru alltaf ákveðnar ástæður sem hafa áhrif á hvaða fisktegund þeir velja. Fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi skiptir máli að skilja kaupendur og skilja hvað ræður kauphegðun fólks. Þessi skilningur ætti að móta það hvernig seljendur haga sölustarfinu.

Til að skilja betur hvað skiptir sköpum við kaupákvarðanir og hvað hefur áhrif á neysluvenjur fólks er þeim skipt í fjóra flokka:

  1. Hefðir og trúarvenjur
  2. Meðvitund og vakning
  3. Þægindi
  4. Verð

Í fjórum greinum verður hverjum flokki lýst og dæmi gefin fyrir hvern og einn. Auk þess verður staða framleiðenda og seljenda metin, farið í tækifæri sem þeir eiga að nýta sér og ógnanir sem þeir þurfa að takast á við á ólíkum markaðshlutum. Það verður fjallað um hvaða stefnu þeir ættu að fylgja í hverju tilfelli til að ná sem mestum árangri. Framleiðendur eru ólíkir og aðstæður þeirra einnig og það sem hentar einum þarf ekki að vera góður kostur fyrir annan.

Sjá grein Af hverju kaupir fólk þorsk Grein fyrir vefinn

Leave a Reply