Veiðar kaldsjávarrækju hafa dregist stöðugt saman frá 2004

Greining – 12.4.2018 – Facts of Seafood |

Tegund: Kaldsjávarrækja, Northern prawn (Coldwater prawn), Pandalus borealis.  

Veiðar kaldsjávarrækju náðu hámarki 2004, þegar tæpum 450.000 tonna afla var landað. Síðan þá hefur afli fallið stöðugt og var eingöngu 240.000 tonn 2016. 75% af afla koma frá Kanada og Grænlandi, en Ísland er í sjötta sæti með innan við 7.000 tonn. Meðfylgjandi tafla sýnir að afli Kanada og Grænlands er svipaður 2016 og hann var árið 2000, en afli Íslands, Noregs og Rússlands er langt undir því magni sem hann var þá.

Hér má sjá töflu með afla frá 2000-2016 og línurit með afla frá 1950 Heimsframboð kaldsjávarrækju 2000-2016

Leave a Reply