Where can I buy Seafood from Iceland – App

Tillaga – 1.11.2013 – Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðsefnunnar |

Appið WIB-Iceland upplýsir neytendur erlendis hvar þeir geti keypt íslenskar sjávarafurðir í nágrenni við sig. Þegar ég er erlendis spyrja útlendingar oft hvar þeir geti keypt fisk frá Íslandi og það er svo til vonlaust að svara því. Appið WIB-Iceland mætir þessari þörf og getur um leið orðið öflugt markaðstæki fyrir íslenskar sjávarafurðir. Neytandinn slær inn upplýsingar um hvar hann býr – land, borg og póstnúmer – og upp kemur nafn á verslun, netverslun, veitingarstað, heimsendingarfyrirtæki eða öðrum stöðum sem selja sjávarafurðir frá Íslandi. Fólk getur þrengt leitina og spurt um ferskan fisk, frystan, saltaðan, þurrkaðan, niðurlagðan, reyktan eða aðra afurðaflokka og fær þar nákvæmari upplýsingar um hvar slíkar afurðir fást.

Sjá tillöguna hér WIB-Iceland 2013

Leave a Reply