Innflutningur hráefnis til vinnslu hérlendis skilaði 2,5 mrð.kr. framlegð 2012

Grein – 14.11.2013 – Fiskifréttir |

Reikna má með að innflutt hráefni og landanir erlendra skipa til fiskvinnslu í landinu hafi skilað um 9,6 mrð.kr. í útflutningstekjur 2012. Innflutningsverðmæti námu 7,1 mrð.kr og er verðmætisaukning því 2,5 mrð.kr. Þetta hráefni er viðbót við þann afla sem kemur frá íslenskum skipum og úr eldi, þannig eykst nýting framleiðslutækja því framboð hráefnis er stöðugra. Þetta hráefni fer í bræðslu, frystingu, reykingu, söltun og til annarrar vinnslu. Margar greinar hafa af því tekjur, vöruúrvalið getur orðið breiðara og sölustarf styrkist í kjölfarið. Þess vegna er verðugt að velta því fyrir sér af hverju innflutningur er ekki meiri en raun ber vitni og af hverju hefur hann minnkað mikið frá fyrri hluta síðasta áratugs.

Innflutningur á hráefni sveiflast mikið á milli ára. Á síðustu 17 árum var magnið mest 1998 og árin 2003-2005 og var innflutningur þau ár í kringum 200.000 tonn og var mest af uppsjávarfiski, sem landað var hér. Hér verða mikilvægustu tegundir í innflutningi skoðaðar og mat lagt á aukningu verðmæta frá innfluttu hráefni til útfluttra afurða. Ég byggi á mínum útreikningum á verðmætum útflutnings sjávarafurða á hráefniskíló.

Sjá hér greinina í heild  Grein nóvember 2013  og Fiskifréttir, þar sem greinin birtist  FF 14.11.13

 

Leave a Reply