Af hverju getur verið erfitt að selja fisk í dag?

Grein – 1.11.2012 – Fiskifréttir |

Það voru tímar þegar horft var til Íslendinga sem fyrirmynd í vinnslu og markaðssetningu á fiski en þeir tímar eru að baki, aðrir hafa tekið forystuna og Íslendingar lifa um margt á fornri frægð. Hvað hefur gerst og hvers vegna er þessi staða komin upp? Í greininni segir m.a.: Enn í dag nýtur íslenskur fiskur góðs orðstírs og fær hátt verð hjá mörgum kaupendum og margir framleiðendur vinna mjög gott starf. En aðrir hugsa til skamms tíma, hoppa á milli markaða og kaupenda ef verð sveiflast og nota jafnvel „uppboðsleiðina“ til að velja hvaða kaupandi fær vöruna þá vikuna. Þeir finna helst fyrir versnandi ástandi á mörkuðum. Til viðbótar kemur að framleiðendur hafa treyst á góða ímynd íslenskra afurða en henni hefur því miður ekki verið haldið við. Þau fyriræki sem standa í stað dragast aftur úr, þvi samkeppnin hefur ekki sofið á verðinum og nýir keppinautar hafa komið á markaðinn.

Hér má sjá greinina í heild sinni  Grein nóvember 2012 og Fiskifréttir þar sem greinin birtist FF 01 11 12

Leave a Reply