Rússneskur sjávarútvegur á fleygiferð

Frétt | 16.1.2020 | Morgunblaðið |

Það er mikið að gerast í rússneskum sjávarútvegi. Fiskveiðistjórnun byggð á vísindalegum ráðleggingum og kvótakerfi til 15 ára auk stuðnings við nýbyggingar skipa og verksmiðja valda því að mikil endurnýjun á sér stað. Samþjöppun kvóta skapar stærri og fjárhagleg sterkari fyrirtæki sem auka verðmæti þess sem framleitt er. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin sækja dýpra inn á mikilvægustu markaði með gæðavöru og góða þjónustu og keppa við þá sem fyrir eru. Í ræðu á markaðsdegi Iceland Seafood í janúar 2020 fór Kristján Hjaltason yfir helstu breytingar í rússneskum sjávarútvegi og kynnti m.a. starfsemi Norebo, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Rússlands.

Morgunblaðið fjallaði um Norebo og Rússland eins og sjá má í Morgublaðinu 16. janúar. https://factsofseafood.com/?attachment_id=537