Árið 2019 verður sterkt fyrir sjávarútveginn

Frétt – 22. nóvember 2018 – Fiskifréttir |

Botnfiskafli mun aukast og getur orðið 500.000 tonn árið 2019 og með auknum afla og veikingu krónunnar getur næsta ár orðið mjög sterkt ár fyrir sjávarútveginn. Þetta og margt fleira kom fram í umfjöllun Fiskifrétta um ræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 sem haldin var í Hörpu 15.-16. nóvember. Í ræðunni fór Kristján yfir heildarframboð sjávarfangs og spáði í horfur 2018 og 2019, en verðmæti útflutnings getur farið í 255 mrð.kr. sem væri 30 mrð.kr. aukning frá 2017. Sjá má umfjöllunina í Fiskifréttum. FF.22.11.18