Bleikja (Arctic char, Salvelinus alpinus) hefur sérstöðu á meðal laxfiska, eldi á sér stað á landi og eru íslensk eldisfyrirtæki þau stærstu í heimi.
Framleiðendur bleikju á Íslandi stefna í markaðsátak til að kynna íslenska bleikju á mörkuðum erlendis. Þeir fengu Kristján til að koma með tillögur að þessu markaðsátaki og í skýrslu til þeirra setti hann fram stefnu og verkefni fyrir þetta átak.
Þar sem Ísland er með lang mesta magn af bleikju, þá ættu framleiðendur að sameinast um að tengja bleikjuna við Ísland og kalla hana “íslensk bleikja” og kynningarstarfið ætti að byggjast á jákvæðri ímynd Íslands með áherslu á gæði vatns, kjöraðstæður til eldis, hefð fyrir fiskvinnslu og þekkingu á kröfum kaupenda.
Hér má ská kynningu á tillögum fyrir markaðsástakið. https://factsofseafood.com/?attachment_id=572