Viðtal – 4.4.2012 – Fiskifréttir |
Í upphafi viðtals í Fiskifréttum segir: ,,Á árum áður var algengt að framleiðendum íslenskra sjávarafurða væri borið á brýn að þeir seldu fiskinn hálfunninn úr landi í stórum umbúðum til endurvinnslu erlendis og gagnrýnt að þeir reistu fiskréttaverksmiðjur í útlöndum í stað Íslands. Þessar raddir eru að mestu hljóðnaðar en þær spurningar eru eigi að síður áhugaverðar að hve miklu leyti íslenski fiskurinn fari héðan tilbúinn í hendur neytandans og hvort einhver sóknarfæri séu í fullvinnslu og kynningu íslenskra sjávarafurða. Til þess að fá svör við þessu sneru Fiskifréttir sér til Kristjáns Hjaltasonar, ráðgjafa og formanns Sjávarútvegsráðstefnunnar, en hann hefur áratuga reynslu af sölustarfi fyrir íslenska fiskframleiðendur.”
Sjá viðtalið í heild hér Fiskifréttir 4. apríl 2012