Íslenskur sjávarútvegur 2011 – Framboð, vinnsla og sala. Hvernig getur innflutningur aukið framboð hráefnis?

Ræða – 13.10.2011 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það er mér mikil ánægja að fá aftur aftur tækifæri til að tala á þessari ráðstefnu og fjalla um íslenskan sjávarútveg. Ég mun fara yfir framboð hráefnis, skoða vinnslu og ráðstöfun afla, fjalla um sölu afurðanna og helstu markaði og að lokum skoða innflutning á hráefni og velta fyrir mér tækifærum sem felast í því að auka hann.

Greiningin er með svipuðu sniði og í fyrra en þó með nokkrum breytingum og viðbótum, til þess að draga upp skýra mynd íslenskum sjávarútvegi. Ég skipti greiningunni í þrennt og nota yfirleitt tölur frá 1990 til 2010 og þar sem hægt er, fyrstu 6-8 mánuði 2011 samanborið við sama tíma 2010. Ég mun fjalla um:

  • Heildarframboð: Veiði, eldi og innflutning
  • Vinnslu og ráðstöfun afla
  • Sölu: Útflutningur og markaðir

Ég skipti tegundum í 4 flokka og skoða þróun hvers fyrir sig; Bolfiskur, flatfiskur, uppsjávarfiskur og skel- og krabbadýr.

Í síðari hluta mun ég skoða innflutning á hráefni og hvernig tekist hefur verið að auka hráefnismagn sem sjávarútvegurinn hefur til ráðstöfunar. Mér finnst þar vera mörg ónýtt tækifæri og ef þau eru nýtt má auka framboð hráefnis og þar með tekjusköpun í greininni.

Sjá ræðuna hér  Ræða 2011 og myndir hér Myndir 2011

Leave a Reply