Opinn og sjálfbær sjávarútvegur

Fundur – 3.3.2017 – Sporður |

Umfjöllun um íslenskan sjávarútvegs erlendis markast oft af ótta um ofveiði fiskistofna, mengun og velferð dýra. Íslenskur sjávarútvegur þarf að taka frumkvæði í umfjöllun og miðlun vandaðra upplýsinga um íslenskan sjávarútveg, um mat á stöðu stofna, áhrifum af veiðum, og um árangur í fiskveiðistjórnun.

Opinn aðgangur að ítarlegum upplýsingum og gögnum um hafið, veiðar er mikilvæg leið til þess að mæta þessum áhyggjum og um leið til að stuðla að málefnalegum umræðum og hafa áhrif á ákvarðanir kaupenda. Þar er of mikið um úreltar, rangar og misvísandi upplýsingar, en oft er treyst á þær. Sem er óþarfi, því á Íslandi eru opinberir gagnagrunnar barmafullir af nýjum og iðandi gögnum og upplýsingum.

Sameiginleg vefsíða fyrir sjávarútveg, með tölum, gögnum og upplýsingum frá fyrirtækjum greinarinnar, ráðuneyti og stofnunum þess, hagsmunasamtökum – með vinnuheitið Sporður er í undirbúningi.

Síðan býður notandanum aðgang að gögnum og upplýsingum sem núna liggja víða og í nokkrum ólíkum gagnagrunnum, stofnunum og hjá fyrirtækjum. Það eru ekki samkeppnisupplýsingar, heldur upplýsingar sem eru þegar opinberar, en liggja of víða til að vera aðgengilegar kaupendum og dreifendum íslenskra sjávarafurða eða hagsmunaaðilum erlendis. Þegar fólk hefur ekki upplýsingar, er oft giskað í eyðurnar. Þessar eyður eru óþarfi. Félög erlendis, samtök og stofnanir birta nú þegar mat á íslenskum fiskistofnum án nokkurrar aðkomu Íslendinga. Það ekki þjónar ekki hagsmunum Íslands – þessar upplýsingar eiga að koma frá greininni sjálfri.

Efnistök byggja á þremur stoðum sem eru a) staðreyndir um íslenska fiskveiðistjórnun b) lifandi tölur c) sögur af daglega lífinu á nýjum miðlum sem sýna lífið í sjávarútvegi og öll afleiddu verkefnin.

Það er mat hóp fólks sem starfar við sjávarútveginn að það þurfi að stofna upplýsingavef sem sjávarútvegurinn á Íslandi starfræki í sameiningu. Í hópnum eru Erla Kristinsdóttir, Kristinn Hjálmarsson, Kristján Hjaltason og Valdimar Gunnarsson. Haldinn var fundur með breiðum hópi fólks úr sjávartúveginum 3. mars 2017 til að kynna hugmyndir og ræða næstu skref. Það kom fram á fundinum að SFS sé að skoða þessi mál og undirbúa aðgerðir. Hópurinn ákvað því að bíða með frekara starf og gefa SFS tækifæri til að ná breiðri samstöðu innan greinarinn.

Sjá kynningarblað fyrir fundinn hér  Vefur kynning og myndir sem kynna Sporð hér  Sporður myndir

Leave a Reply