Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja tækifærin?

Ræða – 16.4.2009 – Vorráðstefna Matís |

Sjávarútvegurinn er undirstöðustarfsemi Íslendinga og aftur kominn með þá athygli sem hann á skilið, þó svo að ástæður fyrir því séu ekki ánægjulegar. Íslendingar eru meðal leiðandi þjóða í heiminum á þessu sviði og hafa náð að nýta þekkingu og getu langt út fyrir veiðar og vinnslu. En aðstæður hafa breyst, það er erfiðara að halda forskoti, samkeppni eykst stöðugt og mikil hagkvæmni í veiðum, sem náðst hefur eftir upptöku á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, dugir ekki ein og sér til að nýta þau tækifæri sem sjávarútvegurinn býður upp á.

Ég var beðinn um að fjalla hér um hvar hægt væri að auka verðmæti sjávarafurða og hvar tækifæri sjávarútvegsins séu ef horft er út frá markaðnum. Það er mér ánægja að fjalla um þetta efni, enda hefur sjaldan verið meiri þörf en nú að auka verðmæti þess sem við drögum úr sjó eða fáum úr fiskeldi, bæði fyrir einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Þetta svið er mjög víðtækt og verða aðrir ræðumenn örugglega með verðmætt innlegg í þessa umræðu.

Það sem ég ætla að fjalla um er:

  • Þróun framboðs á sjávarafurðum í heiminum.
  • Fyrir hvað neytendur eru tilbúnir að greiða hæsta verð
  • Hvar stór tækifæri liggja.

Sjá ræðuna hér   Matís 2009 ræða og myndir sem fylgdu  Matís 2009 myndir

Leave a Reply