SUPPLY of Seafood SUSTAINABILITY of Seafood

Íslenskur sjávarútvegur 2015, heimsafli og hagsmunagæsla

Ræða – 19.11.2015 – Sjávarútvegsráðstefnan | Á þessari sjöttu Sjávarútvegsráðstefnu mun ég eins og áður fara yfir framboð af hráefni til vinnslu og útflutnings árið 2014, og vera með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spá fyrir næsta ár. Þar á eftir verð ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska og uppsjávarfiska hefur þróast á liðnum árum og meta hver þróunin gæti orðið í ár og á næsta ári. Að lokum fjalla ég um áhrif umhverfissamtaka og stofnana á fiskveiðistjórnun…

Read More
BUSINESS of Seafood

Miklar sveiflur í útflutningsverðmæti

Grein – 12.11.2015 – Fiskifréttir | Árið 2014 skilaði hvert kíló af þorski að meðaltali 381 kr/kg í útflutningstekjur og er það 6% hækkun frá 2013, þegar tekjurnar á þessum árum eru bornar saman á föstu gengi. Ef útflutningur fyrstu 9 mánuði ársins er skoðaður má gera ráð fyrir því að meðalverð fari yfir 400 kr/kg í ár. Þetta er góð þróun, en ef litið er til síðustu 15 ára hafa verið miklar sveiflur og löng tímabil með fallandi meðalverði. Í greininni skoða ég sveiflur í verði á þorski og…

Read More
BUSINESS of Seafood

Samdráttur í afla – verðum að bregðast við

Viðtal – 9.12.2014 – DV | Útlit er fyrir að hagnaður í íslenskum sjávarútvegi gæti dregist saman á næstu árum ef fyrirtæki bregðast ekki við samdrátti í afla. Kristján Hjaltason benti á þennan samdrátt í máli sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni nýverið en hann er einn af stofnendum hennar. Milli áranna 2013 og 2015 er líklega um 300.000 tonna samdrátt í heildarframboði sjávarafurða frá Íslandi að ræða en Kristján segir mikilvægt að íslensk fyrirtæki geri ráðstafanir. Heildarframboð sjávarfangs frá Íslandi mun fara úr 1.440.000 tonnum árið 2013 í 1.180.000 tonn í ár.…

Read More
SUPPLY of Seafood

Íslenskur sjávarútvegur, heimsafli og sóknarfæri utan íslenskrar lögsögu

Ræða – 20.11.2014 – Sjávarútvegsráðstefnan | Á þessari fimmtu Sjávarútvegsráðstefnu verður fjallað um mörg og mikilvæg málefni sem snúa að sjávarútveginum og verðmætasköpun hans. Ég er með yfirlit yfir sjávarútveginn sem á að nýtast þegar farið er dýpra í einstaka þætti á þessum tveimur dögum. Ræðan er þrískipt. Í fyrsta lagi fer ég yfir hvert framboð af hráefni hefur verið til vinnslu og útflutnings árið 2013, ég er með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spái fyrir næsta árið. Í öðru lagi er ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra…

Read More
MARKETING of Seafood

Útflutningur ferskra þorskflaka tvöfaldast á 5 árum

Grein – 13.11.2014 – Fiskifréttir | Frá 2008 hefur útflutningur á ferskum þorskflökum og flakaafurðum meira en tvöfaldast að magni til, farið úr 11.000 tonnum í rúm 23.000 tonn í fyrra. Þá voru ferskar afurðir tæplega 19% af magni útfluttra þorskafurða og sem hlutfall af verðmætum voru þær rúm 31% og verður það að teljast mjög góður árangur. Fyrir nokkrum árum höfðu fáir trú á að þessi aukning væri möguleg. Þessi þróun hefur haldið áfram í ár, en tölur til loka ágústs sýna rúma 5% aukningu borið saman við sama…

Read More
SUPPLY of Seafood

Russian Alaska pollock – Update, trends and opportunities

Speech – 6.3.2014 – North Atlantic Seafood Forum, Bergen | I was asked to talk about Russian Alaska Pollock, to given an update on quota, production trends and product and trade flow and to evaluate challenges and opportunities in the coming years. In order to this I will split the presentation into four parts: Russian fisheries management Annual quotas and catch Production Markets and selling activities The speech can be seen here  NASF speech  and pictures here  

Read More
BUSINESS of Seafood

Hagstæð þróun í útflutningsverðmæti sjávarafurða. 65 mrð.kr. aukning verðmæta á 3 árum

Umfjöllun – 28.11.2013 – Fiskifréttir | Heildarafli Íslendinga dregst saman í ár og á næsta ári samkvæmt spám. Heildarverðmæti sjávarafura hefur aukist mikið undanfarin þrjú ár, eða um 65 milljarða á föstu verði. Tæpur helmingur þessarar aukningar væri vegna loðnu og síldar. Afurðaverð á hráefniskíló þorsks var 388 krónur 2003. Hækkun til 2012 hefur eingöngu verið 3,5% sem er innan við hálft prósent á ári. Það getur ekki talist viðunandi árangur fyrir okkar mikilvægustu fisktegund. Þetta og margt fleira kom fram í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013. Hér má sjá greinina  í Fiskifréttum FF 28.11.13

Read More
BUSINESS of Seafood SUPPLY of Seafood

Hefur verðmæti afla aukist? Framboð, framleiðsla og sala íslenskra sjávarafurða 2012 og heimsframboð

Ræða – 21.11.2013 – Sjávarútvegsráðstefnan | Markmið sjávarútvegsins hljóta að vera að hámarka tekjur af því sjávarfangi sem er veitt, kemur úr eldi eða er flutt inn, nánar til tekið auka tekjur á hvert hráefniskíló. Ég ætla að fara yfir þessa þætti, skoða hvernig aðföng hafa þróast og spá til um hversu mikið framboð verður á næsta ári. Ég mun setja fram greiningu á þróun afurðaverðs s.l. áratuginn fyrir helstu tegundir og sjá hjá hvaða tegundum hefur tekist að ná umtalsverðri hækkun. Sjá ræðuna hér Ræða 2013  og myndir   Myndir…

Read More
MARKETING of Seafood

Where can I buy Seafood from Iceland – App

Tillaga – 1.11.2013 – Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðsefnunnar | Appið WIB-Iceland upplýsir neytendur erlendis hvar þeir geti keypt íslenskar sjávarafurðir í nágrenni við sig. Þegar ég er erlendis spyrja útlendingar oft hvar þeir geti keypt fisk frá Íslandi og það er svo til vonlaust að svara því. Appið WIB-Iceland mætir þessari þörf og getur um leið orðið öflugt markaðstæki fyrir íslenskar sjávarafurðir. Neytandinn slær inn upplýsingar um hvar hann býr – land, borg og póstnúmer – og upp kemur nafn á verslun, netverslun, veitingarstað, heimsendingarfyrirtæki eða öðrum stöðum sem selja sjávarafurðir frá Íslandi.…

Read More
BUSINESS of Seafood

Innflutningur hráefnis til vinnslu hérlendis skilaði 2,5 mrð.kr. framlegð 2012

Grein – 14.11.2013 – Fiskifréttir | Reikna má með að innflutt hráefni og landanir erlendra skipa til fiskvinnslu í landinu hafi skilað um 9,6 mrð.kr. í útflutningstekjur 2012. Innflutningsverðmæti námu 7,1 mrð.kr og er verðmætisaukning því 2,5 mrð.kr. Þetta hráefni er viðbót við þann afla sem kemur frá íslenskum skipum og úr eldi, þannig eykst nýting framleiðslutækja því framboð hráefnis er stöðugra. Þetta hráefni fer í bræðslu, frystingu, reykingu, söltun og til annarrar vinnslu. Margar greinar hafa af því tekjur, vöruúrvalið getur orðið breiðara og sölustarf styrkist í kjölfarið. Þess…

Read More