Geta verðmæti sjávarafurða vaxið um 50 mrð á 5 árum?

Ræða – 6.9.2010 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það fer ekki á milli mála að sjávarútvegur á Íslandi er um margt einstakur. Landhelgin var snemma færð út sem tryggði stjórn á miðunum í kringum landið. Til að sporna við ofveiði var tekið upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á sjálfbærni fiskstofna og stjórnun á veiðimagni flestra stofna. Með tilkomu kvótakerfisins hefur útgerðin nýtt fiskstofna á mjög hagkvæman hátt, afkoma útgerðarinnar gjörbreyttist og er landið nú með mörg af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi.

Áhersla í sjávarútvegi hefur lengi verið á tvennt, annars vegar veiðar, s.s. hagkvæmni í veiðum og að tryggja sér veiðiréttindi, og hins vegar að ná beint til mikilvægustu kaupenda á sterkustu mörkuðum. Síðustu 2 áratugir hafa einkennst af því að auka hagkvæmni í útgerð og nýtingu stofna. Í dag vil ég sýna fram á að nú er komið að áratugi þar sem við þurfum að auka verðmæti þess afla sem við fáum í net eða á krók eða úr eldi. Ég vil nefna þrjár ástæður sem gera það áríðandi: Í fyrsta lagi er ólíklegt að heildarmagn bolfisks muni aukast, í öðru lagi getum við ekki reiknað með að markaðsverð fyrir sambærilegar vörur muni hækka mikið og í þriðja lagi er líklegt að krónan muni styrkjast á næstu árum. Mér finnst líklegt að breytinga sé þörf á mörgum sviðum, í veiðum, vinnslu, rannsóknum og í markaðssetningu og sölu.

Ræðan skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum mun ég fara yfir helstu stærðir sjávarútvegsins, greina magn og verðmæti mikilvægustu þátta sem gefur svo grunn að síðari hlutanum þar sem ég mun draga fram mynd af því hvernig sjávarútvegurinn getur náð að auka verðmæti útflutnings um verulegar upphæðir.

Sjá alla ræðuna  Ræða 2010  og myndir með henni Myndir 2010

Matvæli úr sjó og gjaldeyristekjur. Hvers virði eru 370.000 tonn af síld?

Ræða – 15.9.2009 – Matvæladagur MNÍ |

Auðlindir sjávar eru miklar og skila þær verðmætu hráefni til vinnslu á sjó og í landi. Þróun síðustu ára hefur því miður ekki verið aukin verðmæti sjávarafurða, eins og stefnt var að. Bæði höfum við séð minnkandi afla, þegar heildarveiðin er skoðuð, og einnig hefur þróunin verið í átt að magnveiðum og einfaldari vinnslu. Það er hins vegar mjög líklegt að við verðum í framtíðinni að gera meiri verðmæti úr minni afla og því sem kemur úr eldi, en lykillinn að aukinni verðmætasköpun er gott samstarf rannsóknarfyrirtækja, útgerðar, vinnslu, fjárfesta og markaðsfyrirtækja.

Í ræðu minni ætla ég að fara yfir

  • Auðlindin
  • Hvað er til ráðstöfunar
  • Greina magn og verðmæti útflutnings
  • Tækifæri til verðmætiaukningar
  • Afurðir og árangur

 

Hér má sjá ræðuna  Ræða MNÍ 2009  og myndir með henni  Ræða MNI 2009 myndir

Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja tækifærin?

Ræða – 16.4.2009 – Vorráðstefna Matís |

Sjávarútvegurinn er undirstöðustarfsemi Íslendinga og aftur kominn með þá athygli sem hann á skilið, þó svo að ástæður fyrir því séu ekki ánægjulegar. Íslendingar eru meðal leiðandi þjóða í heiminum á þessu sviði og hafa náð að nýta þekkingu og getu langt út fyrir veiðar og vinnslu. En aðstæður hafa breyst, það er erfiðara að halda forskoti, samkeppni eykst stöðugt og mikil hagkvæmni í veiðum, sem náðst hefur eftir upptöku á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, dugir ekki ein og sér til að nýta þau tækifæri sem sjávarútvegurinn býður upp á.

Ég var beðinn um að fjalla hér um hvar hægt væri að auka verðmæti sjávarafurða og hvar tækifæri sjávarútvegsins séu ef horft er út frá markaðnum. Það er mér ánægja að fjalla um þetta efni, enda hefur sjaldan verið meiri þörf en nú að auka verðmæti þess sem við drögum úr sjó eða fáum úr fiskeldi, bæði fyrir einstök fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni. Þetta svið er mjög víðtækt og verða aðrir ræðumenn örugglega með verðmætt innlegg í þessa umræðu.

Það sem ég ætla að fjalla um er:

  • Þróun framboðs á sjávarafurðum í heiminum.
  • Fyrir hvað neytendur eru tilbúnir að greiða hæsta verð
  • Hvar stór tækifæri liggja.

Sjá ræðuna hér   Matís 2009 ræða og myndir sem fylgdu  Matís 2009 myndir

Konsolidierung in der Seafood-Industrie

Vortrag – 12.2.2008 – Zukunft der Fischindustrie in Deutschland und Island, Bremen |

Auf einer Konferenz der Glitnir Bank und DIWV während der Fisch International in Bremen abhielten wurde hier über die Weltweite Fischindustrie gesprochen, einzelne Sparten wurden analysiert und über Mögliche Konsolidierungen gesprochen. Wir können erwarten weltweit agierende Fischereiunternehmen, steigende Anzahl weltweiter Verarbeiter und dass die größten Seafood-Unternehmen in Aquakultur sein werden.

Hier kann der Vortrag gesehen werden Zukunft Bremen

eBusiness Strategy of the Icelandic Group

Presentation – 11.2002 – GeM – University of Reykjavik |

Icelandic Group went successfully through major changes in 1999. As the largest exporter in Iceland, working for a larger number of producers and selling a wide range of products all over the world, processing of  business information has always been important, based on a high level of automation and the need for reliability. The internet has given the group new possibilities and eServices has meant new tools were available to save costs, increase speed, reduce mistakes and to give the group a stronger position with suppliers. Many possibilities lie ahead in further use of the internet and data transfer in our business.

Here are link to the pictures with the speech  2002 Nov

Iceland and the German fish market 1950-1990: Did Germany get the fish they needed after the 200 Miles extension?

Speech – 14.9.2002 – Germany Icelandic Fisheries History. Aspects of the Development since 1945 |

The presentation looks at the development of the seafood industry in Iceland and Germany, how Iceland had to extend its exclusive economic zone to 200 miles to be able to build up a fisheries management system based on sustainability. And Germany has built up an industry, producing value added products that use imported seafood, among other countries from Iceland.

The speech is here 2002   and slides also 2002 14 sept myndir

Hlutverk netsins í viðskiptum með sjávarafurðir

Ræða – 3.10.2001 – Ráðstefna: Vefurinn sem viðskiptamiðill |

Í ræðunni er farið yfir notkun SH á netinu í viðskiptum sínum við framleiðendur sjávarafurða. í lokaorðum kemur þetta fram: Það getur verið að það verði gömlu fyrirtækin sem hagnist mest á netinu, að þau taki netið og nýti möguleika þess þar sem það eigi við og nái þannig að styrkja stöðu sína. Netið getur breytt leikreglum samkeppninnar og er bent á nokkur tækifæri til skoðunar.

Hér má sjá ræðuna í heild sinni  2001 Hlutverk netsins og myndir með henni 2001 myndir

 

e-væðing SH

Grein – 2001 – Ægir |

Greinin fjallar um pantana- og flutningskerfi sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna setti upp og tók í notkun 1999 í kjölfar grundvallar breytinga á starfsemi félagsins. Hagkvæmasta og öruggasta leiðin var að nýta sér upplýsingatækni og möguleika netsins á öllum sviðum.

Sjá 2001 e-væðing SH