Árlegur heimsafli beitukóngs 45.000 tonn

Greining | 24.6.2018 | Facts of Seafood | Tegund: Beitukóngur, Whelk, Buccinum undatum |

Árlegur afli beitukóngs var 2016 rúm 45.000 tonn, en frá aldamótum hefur afli vaxið úr 35.000 tonnum. Um helmingur afla eða tæp 23.000 tonn koma frá Bretlandi, en þar hefur aukning afla verið fyrst of fremst. Rúm 13.000 tonn eru veidd af frönskum skipum, en önnur lönd eru með mun minni árlegan afla. Á Íslandi voru veidd 329 tonn árið 2016, afli fór mestur í tæp 1.000 tonn árið 2005, en hefur aldrei náð því magni síðan. Sjá yfirlit yfir heimsframboð. Heimsframboð beitukóngs 2000-2016

Mynd með grein tekin af vef AVS, höfundar er ekki getið.  

Veiðar kaldsjávarrækju hafa dregist stöðugt saman frá 2004

Greining – 12.4.2018 – Facts of Seafood |

Tegund: Kaldsjávarrækja, Northern prawn (Coldwater prawn), Pandalus borealis.  

Veiðar kaldsjávarrækju náðu hámarki 2004, þegar tæpum 450.000 tonna afla var landað. Síðan þá hefur afli fallið stöðugt og var eingöngu 240.000 tonn 2016. 75% af afla koma frá Kanada og Grænlandi, en Ísland er í sjötta sæti með innan við 7.000 tonn. Meðfylgjandi tafla sýnir að afli Kanada og Grænlands er svipaður 2016 og hann var árið 2000, en afli Íslands, Noregs og Rússlands er langt undir því magni sem hann var þá.

Hér má sjá töflu með afla frá 2000-2016 og línurit með afla frá 1950 Heimsframboð kaldsjávarrækju 2000-2016

Breskar útgerðir veiða helming alls humars

Greining – 12.4.2018 – Facts of Seafood |

Tegund: Humar, Norway lobster, Nephrops norvegicus.   

Árlegur afli humars hefur verið í kringum 60.000 tonn frá 1985. Langmest magn kemur úr veiðum breskra skipa eða um 50% af árlegum afla. Hlutdeild Íslands hefur verið aðeins 2-4%. Athyglisverður vöxtur hefur verið í veiðum við Norðursjóinn, þ.e. hjá löndum eins og Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Afli í Miðjarðarhafi var 2.600 tonn árið 2016, sem er meira en helmings samdráttur á 10 árum.

Hér er tafla yfir veiðar 2000-2016 með línuriti sem sýnir afla frá 1950. Heildarframboð humars 2000-2016

Heimsframboð mikilvægustu samkeppnistegunda Íslendinga 2018

Greining – 18.3.2018 – FACTS OF SEAFOOD |

Meðfylgjandi yfirlit sýnir framboð mikilvægustu botnfiska, eldisfiska og uppsjávarfiska 2007 til 2018 sem eru í samkeppni við íslenskar sjávarafurðir. Yfirlitið er með uppfærðri spá um heimsafla uppsjávarfiska fyrir 2018 og kemur þar fram að árlega eru veiddar um 30m tonn af uppsjávarfiski í heiminum, en mest er veitt af ansjósum eða um 7,8m tonn. Afli mikilvægustu samkeppnistegunda Íslendinga er árlega um 22m tonn, en miðað við spá dregur úr framboði í ár um 400.000 tonn, og er samdrátturinn helst í ansjósum, síld og makríl. Um 11,5m tonn fara til manneldis.

Hér má sjá yfirlitið Framboð sjávarfangs 2018

 

Framboð úr veiðum og eldi 2017

Greining – Útgefið 13.11.2017 |

Meðfylgjandi töflur sýna heimsframboð úr veiðum og eldi eftir álfum fyrir 2015. Þær sýna einnig framboð á Íslandi úr veiðum, eldi og innflutningi 2016 með áætlun fyrir 2017 og spá fyrir 2018 unna eftir samtöl við forystumenn úr sjávarútvegi á Íslandi og eigin mat. Að lokum eru lagðar fram tölur um heimsframboð af samkeppnistegundum Íslendinga í botnfiskum og uppsjávartegundum fyrir 2015.

Sjá talnahefti  Framboð 2017

 

 

Framboð sjávarfangs á Íslandi 2007- 2018

Grein – 9.11.2017 – Fiskifréttir |

Allt bendir til þess að afli íslenskra skipa aukist um 75.000 tonn í ár frá árinu áður, því það munu veiðast 120.000 tonnum meira af uppsjávarfiski. Hins vegar veldur verkfall sjómanna í upphafi árs verulegum samdrætti í afla botnfiska. Samdráttur verður einnig í veiðum á flatfiskum og skel- og krabbadýrum. Spá fyrir veiðar árið 2018 gerir ráð fyrir verulegri aukningu á milli ára, samkvæmt henni mun botnfiskafli aukast mikið og verður sá mesti í áratug og uppsávarafli eykst líklega lítillega.

Vöxtur verður í fiskeldi í ár upp á 5.000 tonn og miðað við spá mun hann halda áfram á næsta ári, sérstaklega í laxi og einnig Íslandsbleikju.

Sjávarúvegurinn getur bætt við framboð hráefnis með innflutningi og verður það magn líklega um 100.000 tonn í ár og líka á næsta ári.

Í greininni er farið yfir heildarframboð sjávarútvegsins fyrir 2016 eftir tegundaflokkum, áætlað hvernig þetta ár verður og spá sett fram um hvers megi vænta á næsta ári.

Sjá Grein FF 9.11.2017

 

Íslenskur sjávarútvegur 2015, heimsafli og hagsmunagæsla

Ræða – 19.11.2015 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Á þessari sjöttu Sjávarútvegsráðstefnu mun ég eins og áður fara yfir framboð af hráefni til vinnslu og útflutnings árið 2014, og vera með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spá fyrir næsta ár. Þar á eftir verð ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska og uppsjávarfiska hefur þróast á liðnum árum og meta hver þróunin gæti orðið í ár og á næsta ári. Að lokum fjalla ég um áhrif umhverfissamtaka og stofnana á fiskveiðistjórnun undir yfirskriftinni “hagsmunagæsla sjávarútvegsins”.

Úttekt á sjávarútveginum í ár sýnir, að það stefnir í mjög gott ár í veiði og eldi og metár í útflutningi. Landfrysting er mikilvægasta vinnslugreinin og ferskflök hafa aukist á meðan sjófrysting hefur minnkað og bræðsla dregist saman.

Heildarframboð villtra botn- og uppsjávarfiska er nokkuð stöðugt á meðan framboð eldisfiska eykst og bæta þeir markaðshlutdeild sínar jafnt og þétt.

Þrátt fyrir sterka stöðu sjávarútvegsins þarf greinin og stjórnvöld að ná aftur forystu í fiskveiðistjórnun með auknum rannsóknum á hafinu, fiskstofnum og veiðiaðferðum.

Sjá ræðu Sjávarútvegsráðstefnan 2015  og myndir Sjávarútvegsráðstefnan 2015 pp

Íslenskur sjávarútvegur, heimsafli og sóknarfæri utan íslenskrar lögsögu

Ræða – 20.11.2014 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Á þessari fimmtu Sjávarútvegsráðstefnu verður fjallað um mörg og mikilvæg málefni sem snúa að sjávarútveginum og verðmætasköpun hans. Ég er með yfirlit yfir sjávarútveginn sem á að nýtast þegar farið er dýpra í einstaka þætti á þessum tveimur dögum.

Ræðan er þrískipt. Í fyrsta lagi fer ég yfir hvert framboð af hráefni hefur verið til vinnslu og útflutnings árið 2013, ég er með áætlun um framboð fyrir þetta ár og spái fyrir næsta árið. Í öðru lagi er ég með yfirlit yfir heimsframboð sjávardýra úr veiðum og eldi og hvernig framboð samkeppnistegunda íslenskra botnfiska hefur þróast. Og í þriðja lagi skoða ég mikilvægi deilistofna fyrr sjávarútveginn, lít á útgerð Íslendinga utan lögsögunnar og legg mat mitt á hvar frekari tækifæri geti verið að finna.

Sjá ræðu Sjávarútvegsráðstefnan 2014 ræða   og myndir Sjávarútvegsráðstefnan 2014 pp

Russian Alaska pollock – Update, trends and opportunities

Speech – 6.3.2014 – North Atlantic Seafood Forum, Bergen |

I was asked to talk about Russian Alaska Pollock, to given an update on quota, production trends and product and trade flow and to evaluate challenges and opportunities in the coming years. In order to this I will split the presentation into four parts:

  1. Russian fisheries management
  2. Annual quotas and catch
  3. Production
  4. Markets and selling activities

The speech can be seen here  NASF speech  and pictures here

 

Hefur verðmæti afla aukist? Framboð, framleiðsla og sala íslenskra sjávarafurða 2012 og heimsframboð

Ræða – 21.11.2013 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Markmið sjávarútvegsins hljóta að vera að hámarka tekjur af því sjávarfangi sem er veitt, kemur úr eldi eða er flutt inn, nánar til tekið auka tekjur á hvert hráefniskíló. Ég ætla að fara yfir þessa þætti, skoða hvernig aðföng hafa þróast og spá til um hversu mikið framboð verður á næsta ári. Ég mun setja fram greiningu á þróun afurðaverðs s.l. áratuginn fyrir helstu tegundir og sjá hjá hvaða tegundum hefur tekist að ná umtalsverðri hækkun.

Sjá ræðuna hér Ræða 2013  og myndir   Myndir 2013