Eigum að selja gæðaafurðir og ímynd landsins

Viðtal – 11.2010 – Ægir |

Í upphafi viðtalsins segir: Markaðsmál íslenskra sjávarafurða er víðfeðmt hugtak, enda fjölbreytni mikil í útflutningi afurða og markaðirnir ólíkir og staðsettir víða um heiminn. Kristján Hjaltason er einn þeirra Íslendinga sem starfað hafa um áratuga skeið að markaðsmálum sjávarafurða, bæði hjá innlendum sölufyrirtækjum sem erlendum og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á þessu sviði. Hann segir að með þeirri þróun að hverfa frá stórum sameiginlegum markaðsfyrirtækjum framleiðenda hafi viðskiptavinunum á margan hátt verið fengin í hendur sterkari staða þar sem seljendurnir séu nú mun fleiri og smærri. Hins vegar hafi markaðsþekking inn í framleiðslufyrirtækjunum sjálfum aukist verulega og þannig séu fyrirtækin meðvitaðri frá degi til dags um þarfir og óskir á mörkuðunum. Kristján vill sjá aukna sameiginlega markaðssetningu á Íslandi sem framleiðslulandi sjávarafurða. Þeim þætti er ekki sinnt nægjanlega í dag.

Viðtalið í heild má sjá hér Ægir Nov 2010

There are many ways to preserve seafood

Post – 7.11.2010, updated 10.1.2018 |

Quality is about preserving the freshness and taste of seafood. Freshness can be preserved in various ways. To store it live is the simplest and best way as can be experienced in e.g Japan and China. Chilled or on ice fresh is the next method gaining in popularity. Freezing is one of the best ways to preserve quality but this methods was invented by Clarence Birdseye in the USA around 1922. There are today on offer three qualities of frozen seafood: Frozen at sea, frozen on land and twice frozen products. Salting has been popular for cod, known as bacalao and other fish, and dates back 500 years and today you can also get light salted or brined, frozen, fillets. Dried seafood is an old method to preserve fish, a simple and important way to store seafood and you only need a dry place to store it. Canning is an old method, invented by Nicolas Appert in 1810 for the French army to secure supplies of quality food to the battle fields. Canning is still important for supplies of tuna, salmon, herring, sardines and other mainly fat seafood. Smoking is maybe the oldest method of storing fish, it has mainly been for fat fish like salmon, eel, herring and mackerel and today it is still a very important market segment. Of growing popularity has become chilled products, these are usually previously frozen fillets, portions or prepared products, which have been defrosted and stored chilled in the shop in MAP or Skin packed trays or on ice in the fresh fish counter. Other preservation methods include marinating and storing in brine, such as shrimps or herring. Freeze drying is a very technical process, developed during the second world war and today mainly used to process seafood and prepare for mixing with other ingredients for e.g. soups and animal food. New methods are being developed, such as food irradiation which dates back to the discovering of Roentgen, but has not managed to get much popularity. Source: Various, such and Wikipedia.

Fish and Chips: Probably the most popular fish dish in Europe and North America

Post – 10.10.2010 |

First introduced in the UK in 1860. The story is that Joseph Malin´s shop was set up in Cleveland Street in London´s East End in 1860. This has been disputed and said the first chip shop was John Lees in Mossly, near Oldham in 1863. Fish and chips has fewer calories than other popular take-a-ways and an average portion has fewer calories, saturated fat and salt than a cheese and tomato pizza. In the UK, cod is in 6 out of 10 sold dishes followed by haddock with 2.5. The fish and chips market in the UK uses annually over 50,000 MT of cod and haddock fillets and the most popluar source are frozen at sea fillets from freezer vessels catching in the North Atlantic around Iceland, Norway and Russia. In the USA, the fish and chips is often called „Friday night fish fry“. Source: The Independent (UK) 10. January 2010. FOS. 

Sóknarfæri í sjávarútvegi. 50 milljarða aukning á 5 árum?

Vital – 9.9.2010 – Fiskifréttir |

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða nam 214 milljörðum króna á síðasta ári. Það væri augljóslega til mikils að vinna ef unnt yrði að auka þessi verðmæti um fjórðung á skömmum tíma. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku og bar yfirskriftina Hafsjór tækifæra, flutti Kristján Hjaltason ráðgjafi erindi, þar sem hann kvaðst sannfærður um að auka mætti útflutningstekjur sjávarútvegsins um 50 milljarða króna á fimm árum með ákveðnum aðgerðum sem hann tiltók.

Hér má sjá viðtalið í heild. Fiskifréttir sept 2010

 

 

Geta verðmæti sjávarafurða vaxið um 50 mrð á 5 árum?

Ræða – 6.9.2010 – Sjávarútvegsráðstefnan |

Það fer ekki á milli mála að sjávarútvegur á Íslandi er um margt einstakur. Landhelgin var snemma færð út sem tryggði stjórn á miðunum í kringum landið. Til að sporna við ofveiði var tekið upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á sjálfbærni fiskstofna og stjórnun á veiðimagni flestra stofna. Með tilkomu kvótakerfisins hefur útgerðin nýtt fiskstofna á mjög hagkvæman hátt, afkoma útgerðarinnar gjörbreyttist og er landið nú með mörg af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum í heimi.

Áhersla í sjávarútvegi hefur lengi verið á tvennt, annars vegar veiðar, s.s. hagkvæmni í veiðum og að tryggja sér veiðiréttindi, og hins vegar að ná beint til mikilvægustu kaupenda á sterkustu mörkuðum. Síðustu 2 áratugir hafa einkennst af því að auka hagkvæmni í útgerð og nýtingu stofna. Í dag vil ég sýna fram á að nú er komið að áratugi þar sem við þurfum að auka verðmæti þess afla sem við fáum í net eða á krók eða úr eldi. Ég vil nefna þrjár ástæður sem gera það áríðandi: Í fyrsta lagi er ólíklegt að heildarmagn bolfisks muni aukast, í öðru lagi getum við ekki reiknað með að markaðsverð fyrir sambærilegar vörur muni hækka mikið og í þriðja lagi er líklegt að krónan muni styrkjast á næstu árum. Mér finnst líklegt að breytinga sé þörf á mörgum sviðum, í veiðum, vinnslu, rannsóknum og í markaðssetningu og sölu.

Ræðan skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum mun ég fara yfir helstu stærðir sjávarútvegsins, greina magn og verðmæti mikilvægustu þátta sem gefur svo grunn að síðari hlutanum þar sem ég mun draga fram mynd af því hvernig sjávarútvegurinn getur náð að auka verðmæti útflutnings um verulegar upphæðir.

Sjá alla ræðuna  Ræða 2010  og myndir með henni Myndir 2010

Vision for the lobster industry in Iceland

During a meeting of the lobster cluster in Vestmann Islands, Kristján presented a vision for the lobster industry. At the start of the presentation, he emphasised the following as being important to succeed in any business:

  1. Fulfill market requirements.
  2. Position yourself clearly against the competition and be different.
  3. Sell to the most suitable and demanding markets.

The presentation can be seen here. https://factsofseafood.com/?attachment_id=567

Staða íslenskra sjávarafurða og sóknarfæri á mörkuðum

Ræða – 25.9.2009 – Aðalfundur Samtak fiskvinnslustöðva |

Það er mér mikill heiður og ánægja að fá að ávarpa aðalfund Samtaka fiskvinnslustöðva. Ég hef setið marga aðalfundi félagsins, á þeim er fjallað um hagsmunamál og framtíð íslensks sjávariðnaðar af miklum metnaði. Það er því nokkur áskorun að taka að sér að flytja hér ræðu.

Í ræðunni mun ég skoða stöðu íslensks sjávarútvegs og sjávarafurða, leggja mitt mat á styrkleika og veikleika og skoða ógnanir og tækifæri í umhverfinu; aðallega séð frá markaðnum og með augum gestsins. Í framhaldinu fer ég yfir mikilvægustu markaði Íslands og skoða hvar sóknarfærin liggja og meta hvar iðnaðurinn geti og eigi að staðsetja sig. Í lokin fer ég nokkrum orðum um hvað möguleg aðild Íslands að ESB gæti þýtt fyrir sjávaiðnaðinn hér á landi.

Sjá alla ræðuna Ræða SF 2009  og myndir með henni  Myndir SF 2009

Matvæli úr sjó og gjaldeyristekjur. Hvers virði eru 370.000 tonn af síld?

Ræða – 15.9.2009 – Matvæladagur MNÍ |

Auðlindir sjávar eru miklar og skila þær verðmætu hráefni til vinnslu á sjó og í landi. Þróun síðustu ára hefur því miður ekki verið aukin verðmæti sjávarafurða, eins og stefnt var að. Bæði höfum við séð minnkandi afla, þegar heildarveiðin er skoðuð, og einnig hefur þróunin verið í átt að magnveiðum og einfaldari vinnslu. Það er hins vegar mjög líklegt að við verðum í framtíðinni að gera meiri verðmæti úr minni afla og því sem kemur úr eldi, en lykillinn að aukinni verðmætasköpun er gott samstarf rannsóknarfyrirtækja, útgerðar, vinnslu, fjárfesta og markaðsfyrirtækja.

Í ræðu minni ætla ég að fara yfir

  • Auðlindin
  • Hvað er til ráðstöfunar
  • Greina magn og verðmæti útflutnings
  • Tækifæri til verðmætiaukningar
  • Afurðir og árangur

 

Hér má sjá ræðuna  Ræða MNÍ 2009  og myndir með henni  Ræða MNI 2009 myndir